Þreytir frumraun sína á sviði Borgarleikhússins Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. október 2016 09:45 Davíð Þór Katrínarson fer með hlutverk í sýningunni Ræman sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. vísir/Ernir „Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira