Fagnar stórafmæli á afrétti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 10:15 Skúli Gunnar hefur lengst af átt heima í borginni, þó sveitin heilli hann æ meira. Vísir/GVA „Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
„Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning