Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra segir kröfuhafa hafa fylgst vel með honum og hann reikni með að sími hans hafi verið hleraður. Úrslit flokksvali Samfylkingarinnar í tveimur af þremur kjördæmum sem lauk í dag liggja fyrir í fréttatímanum.

Sauðfjárbændur eru margir farnir að hugsa sinn gang eftir að tilkynnt var um verulega lækkun á afurðaverði til þeirra.

Færeyingar kjósa um nýja stjórnarskrá á næsta ári. Fjármálaráðherra eyjanna er bjartsýnn á fullt sjálfstæði innan fárra ára.

Um fjögur hundruð manns mættu í áheyrnarpróf hjá Hard Rock í Reykjavík í dag þar sem ráðið verður í um sextíu störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×