Nýliði stígur fram á stóra sviðið með Dallas Cowboys í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 08:00 Hvað gerir Dak í sviðsljósinu? Vísir/getty NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð. NFL Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð.
NFL Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn