Innlent

Sjúkralið sinnti útkalli í Kringlunni

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Sjúkrabílar á planinu við 2. hæð Kinglunnar í kvöld.
Sjúkrabílar á planinu við 2. hæð Kinglunnar í kvöld. Vísir
Sjúkralið var kallað út um klukkan tíu í kvöld en maður hné niður við inngang kaffihúsins Café Roma í Kringlunni. Samkvæmt sjónvarvottum voru tvær sjúkrabifreiðir auk tveggja lögreglubíla sendar á vettvang og var maðurinn færður inn í aðra þeirra.

Töluverður fjöldi fólks var á bílaplaninu og varð vitni að aðgerðum sjúkraflutningsmanna og lögreglumanna. Um er að ræða innganginn í Kringlubíó.

Slökkvilið gat ekki veitt nánari upplýsingar um útkallið að svo stöddu en staðfesti að um veikindi hefði verið að ræða.

Mynd af vettvangi.MYND/vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×