Innlent

Börn send heim vegna manneklu

Sveinn Arnarsson skrifar
Þungt hljóð er í stjórnendum leikskóla Reykjavíkurborgar.
Þungt hljóð er í stjórnendum leikskóla Reykjavíkurborgar. vísir/Vilhelm
Senda þarf allt að þrjátíu börn heim á hverjum degi af leikskólanum Austurkór í Kópavogi vegna manneklu. Ekki hefur tekist að ráða í lausar stöður sem skapar álag á starfsfólk sem hefur í meiri mæli farið í veikindaleyfi vegna álags.

Foreldrar barna leikskólans fengu sent bréf þess efnis í gær. Segir í bréfinu að á rúmum mánuði hafi ekki tekist að ráða fólk á leikskólann og það vanti starfsfólk í fimm heilar stöður. „Allir hafa lagt hönd á plóg og brett upp ermarnar til að dagurinn gangi upp. En nú gengur það ekki lengur að bjóða börnunum upp á þessar aðstæður,“ segir í bréfi leikskólans. Svipað ástand er upp á teningnum í Reykjavík. Frá því var sagt í Fréttablaðinu á dögunum að þar vanti rúmlega 50 leikskólakennara til að fullmanna leikskóla borgarinnar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum

Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×