Nýtt tímabil eftir fimmtugt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2016 10:00 Anna Margrét og Jón standa á bak við ráðstefnuna ásamt fleirum. Þau skiptu bæði um störf á miðjum aldri. „Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að ræða í þeim skilningi sem við þekkjum best heldur er BALL skammstöfun á Be Active through Lifelong Learning eða „Verið virk og lærið svo lengi sem þið lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem staðið hefur í þrjú ár. Jón telur sóun að nýta ekki starfskrafta fólks á ofanverðum aldri. „Það þarf að auðvelda fólki að endurskoða líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt sig, eins og það gerði milli fermingar og tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur tekið við nýtt tímabil og ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“ Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára, hefur síðan ferðast, fengist við bókaskrif, kennslu og fararstjórn og haft gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar tekjur en ágæti tímans hefur bætt það upp,“ segir hann. Anna Margrét Guðjónsdóttir verður fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofnaði fyrirtækið Evris þegar hún stóð á fimmtugu og það hefur leitt BALL-verkefnið sem teygir sig til Póllands og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“ segir Anna Margrét og tekur fram að starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni kynna afstöðu sína til málefnisins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september 2016. Lífið Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að ræða í þeim skilningi sem við þekkjum best heldur er BALL skammstöfun á Be Active through Lifelong Learning eða „Verið virk og lærið svo lengi sem þið lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem staðið hefur í þrjú ár. Jón telur sóun að nýta ekki starfskrafta fólks á ofanverðum aldri. „Það þarf að auðvelda fólki að endurskoða líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt sig, eins og það gerði milli fermingar og tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur tekið við nýtt tímabil og ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“ Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára, hefur síðan ferðast, fengist við bókaskrif, kennslu og fararstjórn og haft gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar tekjur en ágæti tímans hefur bætt það upp,“ segir hann. Anna Margrét Guðjónsdóttir verður fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofnaði fyrirtækið Evris þegar hún stóð á fimmtugu og það hefur leitt BALL-verkefnið sem teygir sig til Póllands og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“ segir Anna Margrét og tekur fram að starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni kynna afstöðu sína til málefnisins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september 2016.
Lífið Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög