„Þetta er ekki gott til afspurnar. Þetta er sennilega versta meðferð sem hægt er að hugsa sér fyrir mosann, að hoppa á honum“ segir Snorri um dansarana í myndbandinu. „Svona mosaþembur eins og er í Eldhrauni eru einhver allra viðkvæmustu vistkerfi landsins. Það þolir nánast ekkert traðk. Fótspor eins manns haldast alveg hiklaust eitt sumar. Þegar er búið að hoppa svona á mosanum drepst efsta lagið og þá á hann mjög erfitt með að endurnýja sig.“
Mosinn sem slíkur er ekki verndaður en Snorri er þeirrar skoðunar að Skaftárhreppur þurfi að fara að huga að einhverskonar hverfisverndun á Eldhrauni til að koma í veg fyrir traðk. „Því þetta er gersemi sem laðar að ferðamann og er magnað að eiga.“
Hann segir að líklega hafi framleiðsluteymi myndbands ekki verið meðvitað um skaðann sem getur hlotist af svona hegðun og skrifast það því á óvitaskap. „Þeim finnst þetta örugglega æðislegt og þetta lúkkar vel,“ segir Snorri.
respect the ancient moss: pic.twitter.com/TKCSvB3L
— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) July 17, 2012
Var hegðun hans gagnrýnd af mörgum og ekki sögð til fyrirmyndar og geta sett væntanlegum ferðamönnum til landsins slæmt fordæmi.
Sjá umfjöllun Vísis um málið hér: Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning