Kolrangstæðir í stórsókninni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2016 07:00 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi vísir/vilhelm Í fjárhagsáætlun 2016 gerði meirihlutinn í Reykjavík algjörlega óraunhæfar hagræðingarkröfur til leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Með tillögum um viðbótarframlög viðurkennir meirihlutinn loks að skólakerfið sé gróflega undirfjármagnað. Þetta kemur fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna aðgerðaáætlunar sem meirihlutinn boðaði í fyrradag. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á að tvískinnungur sé að halda því fram að um ný framlög til skólamála sé að ræða. „Að langstærstum hluta er verið að viðurkenna þann hallarekstur sem er orðinn að veruleika vegna óraunhæfrar fjárhagsáætlunar og borgin hefur engin tök á að víkja sér undan,“ segir hann og ber þetta saman við rekstur ríkis á hjúkrunarheimili. „Ef hjúkrunarheimili færi hundrað milljónir fram úr fjárhagsáætlun og fjármálaráðherra þyrfti að mæta hallanum með aukafjárlögum þá væri stórundarlegt að blásið yrði til fundar og tilkynnt að það væri verið að hefja stórsókn í öldrunarmálum.“ Tilkynnt var af meirihlutanum að 919 milljóna króna framlag rynni til skólamála strax í haust. „Mér telst til að 835 milljónir af því fari í að bregðast við þessum hallarekstri og 25 milljónir fari í að fullnægja kjarasamningsbundnum skyldum borgarinnar um undirbúningstíma í leikskólum. Aðeins 67 milljónir af heildarsummunni eru raunveruleg viðbót,“ segir hann en þar er um að ræða 60 milljónir sem veittar eru til faglegrar stjórnunar í grunnskólum og 6,9 milljónir sem fara í námsgagnakaup. Kjartan segir að stjórnendur skóla og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi bent á óraunhæfa fjárhagsáætlun margsinnis síðustu mánuði en viðbrögðin hafi látið á sér standa. Búið að fara fyrstu tröppunaLeikskólastjórar sendu frá sér ályktun eftir kynningu á nýju aðgerðaáætluninni. Þar er lýst yfir ánægju en einnig bent á að þetta séu fyrstu skrefin og margt þurfi enn að skoða og bæta í starfsumhverfi leikskóla. „Það þarf til dæmis viðhald á búnaði, húsnæði og lóðum,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg. „Fjársvelti síðustu ára er farið að taka sinn toll þar.“ Anna Margrét bendir einnig á að ekki sé gert ráð fyrir að starfsfólk borði með börnunum í framlagi til fæðis, ekki sé hægt að borga yfirvinnu og huga þurfi að námsleyfum starfsfólks. „En það er stór blýklumpur farinn af öxlinni, ég fór í morgun og keypti köku til að fagna þessari áætlun. Það er búið að spyrna frá botninum og ég ætla að trúa því að þetta sé eingöngu fyrsta skrefið.“ Ólafur Brynjar Bjarkason, leikskólastjóri í Hagaborg og Mýri, segir bjartsýni í hópi leikskólastjóra. „En það þarf að skoða endurnýjun í stéttinni alvarlega og gera leikskólastarfið samkeppnishæft á vinnumarkaði. Það kostar peninga.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin boðar hundraða milljóna viðsnúning 919 milljónir verða settar í leik- og grunnskóla borgarinnar nú í haust til að efla starfið. Borgin hafði boðað 670 milljóna króna niðurskurð. Foreldrar þurfa að borga 2.000 krónum meira á mánuði í fæðisgjald. Viðbótarsvigrúm my 16. september 2016 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Í fjárhagsáætlun 2016 gerði meirihlutinn í Reykjavík algjörlega óraunhæfar hagræðingarkröfur til leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Með tillögum um viðbótarframlög viðurkennir meirihlutinn loks að skólakerfið sé gróflega undirfjármagnað. Þetta kemur fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna aðgerðaáætlunar sem meirihlutinn boðaði í fyrradag. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á að tvískinnungur sé að halda því fram að um ný framlög til skólamála sé að ræða. „Að langstærstum hluta er verið að viðurkenna þann hallarekstur sem er orðinn að veruleika vegna óraunhæfrar fjárhagsáætlunar og borgin hefur engin tök á að víkja sér undan,“ segir hann og ber þetta saman við rekstur ríkis á hjúkrunarheimili. „Ef hjúkrunarheimili færi hundrað milljónir fram úr fjárhagsáætlun og fjármálaráðherra þyrfti að mæta hallanum með aukafjárlögum þá væri stórundarlegt að blásið yrði til fundar og tilkynnt að það væri verið að hefja stórsókn í öldrunarmálum.“ Tilkynnt var af meirihlutanum að 919 milljóna króna framlag rynni til skólamála strax í haust. „Mér telst til að 835 milljónir af því fari í að bregðast við þessum hallarekstri og 25 milljónir fari í að fullnægja kjarasamningsbundnum skyldum borgarinnar um undirbúningstíma í leikskólum. Aðeins 67 milljónir af heildarsummunni eru raunveruleg viðbót,“ segir hann en þar er um að ræða 60 milljónir sem veittar eru til faglegrar stjórnunar í grunnskólum og 6,9 milljónir sem fara í námsgagnakaup. Kjartan segir að stjórnendur skóla og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi bent á óraunhæfa fjárhagsáætlun margsinnis síðustu mánuði en viðbrögðin hafi látið á sér standa. Búið að fara fyrstu tröppunaLeikskólastjórar sendu frá sér ályktun eftir kynningu á nýju aðgerðaáætluninni. Þar er lýst yfir ánægju en einnig bent á að þetta séu fyrstu skrefin og margt þurfi enn að skoða og bæta í starfsumhverfi leikskóla. „Það þarf til dæmis viðhald á búnaði, húsnæði og lóðum,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg. „Fjársvelti síðustu ára er farið að taka sinn toll þar.“ Anna Margrét bendir einnig á að ekki sé gert ráð fyrir að starfsfólk borði með börnunum í framlagi til fæðis, ekki sé hægt að borga yfirvinnu og huga þurfi að námsleyfum starfsfólks. „En það er stór blýklumpur farinn af öxlinni, ég fór í morgun og keypti köku til að fagna þessari áætlun. Það er búið að spyrna frá botninum og ég ætla að trúa því að þetta sé eingöngu fyrsta skrefið.“ Ólafur Brynjar Bjarkason, leikskólastjóri í Hagaborg og Mýri, segir bjartsýni í hópi leikskólastjóra. „En það þarf að skoða endurnýjun í stéttinni alvarlega og gera leikskólastarfið samkeppnishæft á vinnumarkaði. Það kostar peninga.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin boðar hundraða milljóna viðsnúning 919 milljónir verða settar í leik- og grunnskóla borgarinnar nú í haust til að efla starfið. Borgin hafði boðað 670 milljóna króna niðurskurð. Foreldrar þurfa að borga 2.000 krónum meira á mánuði í fæðisgjald. Viðbótarsvigrúm my 16. september 2016 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Borgin boðar hundraða milljóna viðsnúning 919 milljónir verða settar í leik- og grunnskóla borgarinnar nú í haust til að efla starfið. Borgin hafði boðað 670 milljóna króna niðurskurð. Foreldrar þurfa að borga 2.000 krónum meira á mánuði í fæðisgjald. Viðbótarsvigrúm my 16. september 2016 07:00