Innlent

Vildi sjá betri niðurstöðu

Heiðar Lind Hansson skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir var færð upp í 4. sætið.
Unnur Brá Konráðsdóttir var færð upp í 4. sætið. vísir/vilhelm

Unnur Brá Konráðs­dóttir fór ekki fram á að vera færð ofar á lista Sjálfstæðismanna í Suður­kjördæmi eftir að hafa hafnað í 5. sæti í prófkjöri flokksins á dögunum. Hún var aftur á móti færð upp í 4. sætið í gær þegar kjördæmisráð flokksins í kjördæminu gekk frá endanlegum framboðslista. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafði áður hafnað í 4. sæti, en þáði ekki sætið.

„Ég var mikill talsmaður þess að farið var í prófkjör þannig að þá verður maður að sætta sig við það sem maður ber úr býtum,“ sagði Unnur um niðurstöðu prófkjörsins í samtali við Fréttablaðið í gær, en hún vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna fyrr en kjördæmisráðið væri búið að koma saman.

Hún segist vitaskuld hafa viljað sjá betri niðurstöðu fyrir sig í prófkjörinu, en bendir á að þeir þrír frambjóðendur sem eru fyrir ofan hana hafi fengið afgerandi kosningu. „Ég var því ekki að biðja um að farið væri að krukka í listanum fyrir mig.“
Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.