Sport

Diaz reykti ólöglegt efni á blaðamannafundinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diaz var vel merktur eftir bardagann gegn Conor.
Diaz var vel merktur eftir bardagann gegn Conor. vísir/getty
UFC-kappinn Nate Diaz gæti verið lentur í vandræðum eftir að hafa rifið upp pípuna og reykt á blaðamannafundinum eftir bardagann við Conor McGregor.

Diaz hefur aldrei farið leynt með kannabisnotkun sína og er hann var spurður út í hvað hann væri að reykja sagði hann að þetta væri kannabisolía.

„Þetta hjálpar mér í endurheimt. Það er gott að reykja þetta fyrir og eftir æfingar og bardaga. Þá kemst maður á betri stað í lífinu,“ sagði Diaz.

Þó svo ekki sé um hreint kannabis þarna að ræða er í þessu efni sem bannað er að neyta sex tímum fyrir og eftir bardaga. Blaðamannafundurinn var innan þessara sex tíma.

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur staðfest að málið sé inn á þeirra borði.

Kannabis er á bannlista í ákveðnum tilvikum hjá UFC. Til að mynda í keppnum. Sá sem brýtur þá reglu getur fengið upp í allt að eins árs bann.

Diego Brandao fékk níu mánaða bann fyrr á þessu ári er leifar af kannabis fundust í honum eftir keppni.

Diaz fór í lyfjapróf fyrir blaðamannafundinn en sú staðreynd að hann viðurkenndi þessa notkun á fundinum gæti verið nægt sönnunargagn gegn honum.

MMA

Tengdar fréttir

Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga

UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×