Gegndi fornum ábúanda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 08:30 Álfheiður er nýflutt að Galtastöðum í Flóa, þaðan sér hún til æskustöðvanna í Fljótshlíðinni út um glugga vinnustofunnar. „Krókur er gamall burstabær nærri Garðakirkju og þar hefur ekki oft verið haldin myndlistarsýning en bærinn sjálfur er safn og sýning um gamalt alþýðuheimili. Í Króki eru þrjár burstir og ein þeirra fyrir listamann, þar var ég að mála, en ég sýni í hlöðunni.“ Þetta segir listakonan Álfheiður Ólafsdóttir. Hún kveðst hafa verið að mála eitthvað abstrakt þarna í Króki er einn af ábúendum á bænum fyrir meira en öld hafi vitjað hennar og sagt: „Ætlarðu ekki að fara að mála eitthvað sem maður sér hvað er?“ „Ég auðvitað gegndi þessu og fór að mála búsmalann, kýr og kindur sem passa vel þarna inn í hlöðuna hjá gamla. Það er mikill friður sem fylgir þessum bæ og mynd af þessum manni hangir inni í gáfumannastofu, þar sem maður gengur hljóðlega um.“ Álfheiður er menntaður grafískur hönnuður frá Handíða-og myndlistarskólanum en byrjaði að mála 1997 þegar hún hafði orðið fyrir mikilli sorg. „Ég missti tvær stúlkur í röð, önnur fæddist andvana og hin þegar ég var hálfgengin með. Þá fór ég í artþerapíu og hef málað síðan.“ Hún tekur fram að Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari séu með tónleika í Króki alla laugardaga í ágúst klukkan 14 og 16. Þær byrji í fjósinu og láti tónana berast inn í hlöðu gegnum fóðurgöt en komi svo inn í hlöðu. Svo sé safnið sjálft opið á sunnudögum milli klukkan 13 og 17 og sýningin líka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016. Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Krókur er gamall burstabær nærri Garðakirkju og þar hefur ekki oft verið haldin myndlistarsýning en bærinn sjálfur er safn og sýning um gamalt alþýðuheimili. Í Króki eru þrjár burstir og ein þeirra fyrir listamann, þar var ég að mála, en ég sýni í hlöðunni.“ Þetta segir listakonan Álfheiður Ólafsdóttir. Hún kveðst hafa verið að mála eitthvað abstrakt þarna í Króki er einn af ábúendum á bænum fyrir meira en öld hafi vitjað hennar og sagt: „Ætlarðu ekki að fara að mála eitthvað sem maður sér hvað er?“ „Ég auðvitað gegndi þessu og fór að mála búsmalann, kýr og kindur sem passa vel þarna inn í hlöðuna hjá gamla. Það er mikill friður sem fylgir þessum bæ og mynd af þessum manni hangir inni í gáfumannastofu, þar sem maður gengur hljóðlega um.“ Álfheiður er menntaður grafískur hönnuður frá Handíða-og myndlistarskólanum en byrjaði að mála 1997 þegar hún hafði orðið fyrir mikilli sorg. „Ég missti tvær stúlkur í röð, önnur fæddist andvana og hin þegar ég var hálfgengin með. Þá fór ég í artþerapíu og hef málað síðan.“ Hún tekur fram að Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari séu með tónleika í Króki alla laugardaga í ágúst klukkan 14 og 16. Þær byrji í fjósinu og láti tónana berast inn í hlöðu gegnum fóðurgöt en komi svo inn í hlöðu. Svo sé safnið sjálft opið á sunnudögum milli klukkan 13 og 17 og sýningin líka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira