Vilja að herstöðin í Keflavík verði opnuð á ný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. ágúst 2016 21:20 Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna herstöðina í Keflavík í nýrri skýrslu. vísir/Vilhelm Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna bækistöðvar sínar í Keflavík á nýjan leik í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS).Skýrslan nefnist Neðansjávarhernaður í Norður-Evrópu og var kynnt bandarískum yfirvöldum fyrir rúmri viku. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og að stofnað verði til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum. Í skýrslunni segir að Rússar hafi aukið umsvif sín neðansjávar, bæði á Eystrasalti sem og á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi látið það hjá líðast að viðhalda styrk sínum til þess að sporna við þessari þróun auk þess sem að auka þurfi á samstarf á milli ríkjanna á svæðinu. Mikilvægt sé að þessari þróun sé snúið við og er því mælt með að opnuð verði á nýjan leik herstöð Bandaríkjanna í Keflavík auk þess sem að hvetja eigi Norðmenn til þess að opna á nýjan leik kafbátabækistöð sína í Olafsvern í Norður-Noregi. Bækistöðin er nú leigð af rússneskum fyrirtækjum.Í febrúar var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin á Keflavíkurflugvelli undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra sagði þó þá að engar viðræður hafi átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. Stutt er þó síðan Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undirrituðu yfirlýsingu aukið varnarsamstarf á milli Íslands og Bandaríkjanna.Yfirlýsingin kveður meðal annars á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátaleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál og viðhald og rekstur varnarmannvirkja. Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna bækistöðvar sínar í Keflavík á nýjan leik í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS).Skýrslan nefnist Neðansjávarhernaður í Norður-Evrópu og var kynnt bandarískum yfirvöldum fyrir rúmri viku. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og að stofnað verði til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum. Í skýrslunni segir að Rússar hafi aukið umsvif sín neðansjávar, bæði á Eystrasalti sem og á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi látið það hjá líðast að viðhalda styrk sínum til þess að sporna við þessari þróun auk þess sem að auka þurfi á samstarf á milli ríkjanna á svæðinu. Mikilvægt sé að þessari þróun sé snúið við og er því mælt með að opnuð verði á nýjan leik herstöð Bandaríkjanna í Keflavík auk þess sem að hvetja eigi Norðmenn til þess að opna á nýjan leik kafbátabækistöð sína í Olafsvern í Norður-Noregi. Bækistöðin er nú leigð af rússneskum fyrirtækjum.Í febrúar var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin á Keflavíkurflugvelli undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra sagði þó þá að engar viðræður hafi átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. Stutt er þó síðan Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undirrituðu yfirlýsingu aukið varnarsamstarf á milli Íslands og Bandaríkjanna.Yfirlýsingin kveður meðal annars á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátaleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál og viðhald og rekstur varnarmannvirkja.
Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59