Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 09:12 Skotíþróttamenn hafa lengi stundað æfingar á æfingasvæðinu við Álfsnes. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis starfsleyfi fyrir skotvellinum á Álfsnesi í febrúar. Skotvöllur hefur verið rekinn þar í á annan áratug. Því vildu nokkrir nágrannar svæðisins ekki una og kærðu leyfiveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærendurnir voru fyrst og fremst ósáttir við hávaða frá skotæfingunum. Eigendur Stekks, handan Kollafjarðar ofan Vesturlandsvegar, sögðust þannig ekki geta notið þess er vera á eða utan við heimili sitt á meðan æfingum stæði vegna bergmáls frá Esjuklettum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem skotsvæðið kemur til kasta úrskurðarnefndarinnar. Hún felldi í þrígang úr gildi ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda í Reykjavík um starfsleyfi svæðiðins frá 2020 til 2023 á þeim forsendum að starfsemin þar samræmdist ekki gildandi landnotkun aðalskipulags. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemina vegna þess fyrir tveimur árum. Skotsvæðið var skilgreint sem íþróttasvæði í aðalskipulagi í fyrra og var þá veitt heimild til þess að endurnýja starfsleyfi fyrir starfseminni þar allt til loka árs 2028. Í kjölfarið sótti skotveiðifélagið um leyfi til að halda starfseminni áfram sem heilbrigðiseftirlitið féllst á í febrúar. Ákvörðunin ekki nógu vel undirbúin Kærendurnir byggðu mál sitt meðal annars á því að þó að borgaryfirvöld hefðu búið til heimild til að endurnýja starfsleyfi skotfélaganna með aðalskipulagi til 20240 í fyrra. Það hafi hins vegar ekki falið í sér útgáfu nýrra starfsleyfa. Í ljósi þess að eldri leyfi skotveiðifélaganna hefðu verið fallin úr gildi og endurnýjun á þeim síðan felld úr gildi hjá úrskurðarnefndinni þá væri ekki um endurnýjun leyfis að ræða nú. Kröfðust nágrannarnir þess að frekari rannsóknir væru gerðar á hávaða frá skotsvæðinu til að fá raunsanna mynd af honum. Þær mælingar sem hefðu verið gerðar til þessa væru ekki fullnægjandi þar sem heilbrigðiseftirlitið hefi aðeins mælt hávaða á völdum stöðum. Fleiri en tuttugu brautir væru á skotsvæðinu og ekki væri nóg að velja tvær af handahófi. Úrskurðarnefndin taldi að rétt hefði verið af heilbrigðiseftirlitinu að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram frá starfsemi skotvallarins áður en hún tók endanlega afstöðu til starfsleyfisins. Sérstakt tilefni hefði verið til þess þar sem gert var ráð fyrir því í aðalskipulagi að eftirlitið gerði hávaðamælingar við undirbúning starfsleyfa. Af þessari ástæðu taldi nefndin undirbúning ákvörðunar heilbrigðiseftirlitsins um starfsleyfi skotvallarins ekki fullnægjandi. Því yrði ekki hjá því komist að fella ákvörðunina um það úr gildi. Reykjavík Stjórnsýsla Skotvopn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Umhverfismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið samþykkti að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis starfsleyfi fyrir skotvellinum á Álfsnesi í febrúar. Skotvöllur hefur verið rekinn þar í á annan áratug. Því vildu nokkrir nágrannar svæðisins ekki una og kærðu leyfiveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærendurnir voru fyrst og fremst ósáttir við hávaða frá skotæfingunum. Eigendur Stekks, handan Kollafjarðar ofan Vesturlandsvegar, sögðust þannig ekki geta notið þess er vera á eða utan við heimili sitt á meðan æfingum stæði vegna bergmáls frá Esjuklettum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem skotsvæðið kemur til kasta úrskurðarnefndarinnar. Hún felldi í þrígang úr gildi ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda í Reykjavík um starfsleyfi svæðiðins frá 2020 til 2023 á þeim forsendum að starfsemin þar samræmdist ekki gildandi landnotkun aðalskipulags. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemina vegna þess fyrir tveimur árum. Skotsvæðið var skilgreint sem íþróttasvæði í aðalskipulagi í fyrra og var þá veitt heimild til þess að endurnýja starfsleyfi fyrir starfseminni þar allt til loka árs 2028. Í kjölfarið sótti skotveiðifélagið um leyfi til að halda starfseminni áfram sem heilbrigðiseftirlitið féllst á í febrúar. Ákvörðunin ekki nógu vel undirbúin Kærendurnir byggðu mál sitt meðal annars á því að þó að borgaryfirvöld hefðu búið til heimild til að endurnýja starfsleyfi skotfélaganna með aðalskipulagi til 20240 í fyrra. Það hafi hins vegar ekki falið í sér útgáfu nýrra starfsleyfa. Í ljósi þess að eldri leyfi skotveiðifélaganna hefðu verið fallin úr gildi og endurnýjun á þeim síðan felld úr gildi hjá úrskurðarnefndinni þá væri ekki um endurnýjun leyfis að ræða nú. Kröfðust nágrannarnir þess að frekari rannsóknir væru gerðar á hávaða frá skotsvæðinu til að fá raunsanna mynd af honum. Þær mælingar sem hefðu verið gerðar til þessa væru ekki fullnægjandi þar sem heilbrigðiseftirlitið hefi aðeins mælt hávaða á völdum stöðum. Fleiri en tuttugu brautir væru á skotsvæðinu og ekki væri nóg að velja tvær af handahófi. Úrskurðarnefndin taldi að rétt hefði verið af heilbrigðiseftirlitinu að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram frá starfsemi skotvallarins áður en hún tók endanlega afstöðu til starfsleyfisins. Sérstakt tilefni hefði verið til þess þar sem gert var ráð fyrir því í aðalskipulagi að eftirlitið gerði hávaðamælingar við undirbúning starfsleyfa. Af þessari ástæðu taldi nefndin undirbúning ákvörðunar heilbrigðiseftirlitsins um starfsleyfi skotvallarins ekki fullnægjandi. Því yrði ekki hjá því komist að fella ákvörðunina um það úr gildi.
Reykjavík Stjórnsýsla Skotvopn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Umhverfismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira