Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 09:12 Skotíþróttamenn hafa lengi stundað æfingar á æfingasvæðinu við Álfsnes. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis starfsleyfi fyrir skotvellinum á Álfsnesi í febrúar. Skotvöllur hefur verið rekinn þar í á annan áratug. Því vildu nokkrir nágrannar svæðisins ekki una og kærðu leyfiveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærendurnir voru fyrst og fremst ósáttir við hávaða frá skotæfingunum. Eigendur Stekks, handan Kollafjarðar ofan Vesturlandsvegar, sögðust þannig ekki geta notið þess er vera á eða utan við heimili sitt á meðan æfingum stæði vegna bergmáls frá Esjuklettum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem skotsvæðið kemur til kasta úrskurðarnefndarinnar. Hún felldi í þrígang úr gildi ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda í Reykjavík um starfsleyfi svæðiðins frá 2020 til 2023 á þeim forsendum að starfsemin þar samræmdist ekki gildandi landnotkun aðalskipulags. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemina vegna þess fyrir tveimur árum. Skotsvæðið var skilgreint sem íþróttasvæði í aðalskipulagi í fyrra og var þá veitt heimild til þess að endurnýja starfsleyfi fyrir starfseminni þar allt til loka árs 2028. Í kjölfarið sótti skotveiðifélagið um leyfi til að halda starfseminni áfram sem heilbrigðiseftirlitið féllst á í febrúar. Ákvörðunin ekki nógu vel undirbúin Kærendurnir byggðu mál sitt meðal annars á því að þó að borgaryfirvöld hefðu búið til heimild til að endurnýja starfsleyfi skotfélaganna með aðalskipulagi til 20240 í fyrra. Það hafi hins vegar ekki falið í sér útgáfu nýrra starfsleyfa. Í ljósi þess að eldri leyfi skotveiðifélaganna hefðu verið fallin úr gildi og endurnýjun á þeim síðan felld úr gildi hjá úrskurðarnefndinni þá væri ekki um endurnýjun leyfis að ræða nú. Kröfðust nágrannarnir þess að frekari rannsóknir væru gerðar á hávaða frá skotsvæðinu til að fá raunsanna mynd af honum. Þær mælingar sem hefðu verið gerðar til þessa væru ekki fullnægjandi þar sem heilbrigðiseftirlitið hefi aðeins mælt hávaða á völdum stöðum. Fleiri en tuttugu brautir væru á skotsvæðinu og ekki væri nóg að velja tvær af handahófi. Úrskurðarnefndin taldi að rétt hefði verið af heilbrigðiseftirlitinu að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram frá starfsemi skotvallarins áður en hún tók endanlega afstöðu til starfsleyfisins. Sérstakt tilefni hefði verið til þess þar sem gert var ráð fyrir því í aðalskipulagi að eftirlitið gerði hávaðamælingar við undirbúning starfsleyfa. Af þessari ástæðu taldi nefndin undirbúning ákvörðunar heilbrigðiseftirlitsins um starfsleyfi skotvallarins ekki fullnægjandi. Því yrði ekki hjá því komist að fella ákvörðunina um það úr gildi. Reykjavík Stjórnsýsla Skotvopn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið samþykkti að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis starfsleyfi fyrir skotvellinum á Álfsnesi í febrúar. Skotvöllur hefur verið rekinn þar í á annan áratug. Því vildu nokkrir nágrannar svæðisins ekki una og kærðu leyfiveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærendurnir voru fyrst og fremst ósáttir við hávaða frá skotæfingunum. Eigendur Stekks, handan Kollafjarðar ofan Vesturlandsvegar, sögðust þannig ekki geta notið þess er vera á eða utan við heimili sitt á meðan æfingum stæði vegna bergmáls frá Esjuklettum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem skotsvæðið kemur til kasta úrskurðarnefndarinnar. Hún felldi í þrígang úr gildi ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda í Reykjavík um starfsleyfi svæðiðins frá 2020 til 2023 á þeim forsendum að starfsemin þar samræmdist ekki gildandi landnotkun aðalskipulags. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemina vegna þess fyrir tveimur árum. Skotsvæðið var skilgreint sem íþróttasvæði í aðalskipulagi í fyrra og var þá veitt heimild til þess að endurnýja starfsleyfi fyrir starfseminni þar allt til loka árs 2028. Í kjölfarið sótti skotveiðifélagið um leyfi til að halda starfseminni áfram sem heilbrigðiseftirlitið féllst á í febrúar. Ákvörðunin ekki nógu vel undirbúin Kærendurnir byggðu mál sitt meðal annars á því að þó að borgaryfirvöld hefðu búið til heimild til að endurnýja starfsleyfi skotfélaganna með aðalskipulagi til 20240 í fyrra. Það hafi hins vegar ekki falið í sér útgáfu nýrra starfsleyfa. Í ljósi þess að eldri leyfi skotveiðifélaganna hefðu verið fallin úr gildi og endurnýjun á þeim síðan felld úr gildi hjá úrskurðarnefndinni þá væri ekki um endurnýjun leyfis að ræða nú. Kröfðust nágrannarnir þess að frekari rannsóknir væru gerðar á hávaða frá skotsvæðinu til að fá raunsanna mynd af honum. Þær mælingar sem hefðu verið gerðar til þessa væru ekki fullnægjandi þar sem heilbrigðiseftirlitið hefi aðeins mælt hávaða á völdum stöðum. Fleiri en tuttugu brautir væru á skotsvæðinu og ekki væri nóg að velja tvær af handahófi. Úrskurðarnefndin taldi að rétt hefði verið af heilbrigðiseftirlitinu að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram frá starfsemi skotvallarins áður en hún tók endanlega afstöðu til starfsleyfisins. Sérstakt tilefni hefði verið til þess þar sem gert var ráð fyrir því í aðalskipulagi að eftirlitið gerði hávaðamælingar við undirbúning starfsleyfa. Af þessari ástæðu taldi nefndin undirbúning ákvörðunar heilbrigðiseftirlitsins um starfsleyfi skotvallarins ekki fullnægjandi. Því yrði ekki hjá því komist að fella ákvörðunina um það úr gildi.
Reykjavík Stjórnsýsla Skotvopn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira