Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 09:45 Frá æfingu fyrir setningarathöfnina sem fer fram í kvöld. Vísir/Getty Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira