Innlent

Norðmenn rýma hús vegna hættu á berghlaupi

Atli Ísleifsson skrifar
Mannen er 1.294 metra hátt fjall í Romsdal, um miðja vegu milli Bergen og Þrándheims.
Mannen er 1.294 metra hátt fjall í Romsdal, um miðja vegu milli Bergen og Þrándheims. Vísir/AFP
Búið er rýma þrjú hús sem standa við rætur norska fjallsins Mannen í sveitarfélaginu Rauma vegna hættu á berghlaupi.

Berghlaup hefur verið yfirvofandi í fjallinu um margra ára skeið og hafa yfirvöld fylgst náið með. Viðbúnaðarstig hefur nú verið hækkað vegna mikillar gliðnunar í fjallinu síðustu sólarhringa.

Talsmaður vatns- og orkumálayfirvalda segir í samtali við Dagbladet að gliðnun hafi mælst mismikil eftir dögum í sumar, en að mikil aukning hafi orðið í dag. „Síðustu tvo tímana höfum við séð hreyfingu upp á 5,7 millimetra í efsta og virkasta hluta fjallsins, sem samsvarar næstum sjö sentimetra á dag.“

Sjá einnig: Berghlaup á Íslandi hafa valdið viðlíka flóðbylgjum og í norskri stórslysamynd

Alls búa níu manns í húsunum þremur sem búið er að rýma og segir bæjarstjórinn í Rauma að íbúar hafi tekið skipuninni með ró.

Gliðnunina í fjallinu má rekja til mikillar úrkomu síðustu daga og er búist verið frekari rigningu næstu daga.

Mannen er 1.294 metra hátt fjall í Romsdal, um miðja vegu milli Bergen og Þrándheims, og hafa vísindamenn fylgst með fjallinu vegna yfirvofandi berghlaups frá árinu 2009.


Tengdar fréttir

Norðmenn búa sig undir mikið berghlaup

Norskir jarðfræðingar reikna með að stærðarinnar berghlaup verði í fjallinu Mannen milli Bergen og Þrándheims næstu klukkustundirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×