Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst af íslensku stelpunum fyrir lokadaginn. Vísir/GVA Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig CrossFit Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig
CrossFit Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira