Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Ingvar Haraldsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Henri Middeldorp og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, handsala samkomulag um lóð undir spítalann og hótelið. „Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa,“ segir Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf. sem hyggst byggja einkarekinn spítala og sjúkrahótel í Mosfellsbæ, um grein Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í gær. Kári sagði að starfsemi spítalans myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. „Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.“ Middeldorp nefnir sem dæmi að fjölskyldumeðlimir íslenskrar eiginkonu sinnar hafa þurft að bíða í fjölmörg ár eftir að komast í skurðaðgerðir hér á landi. „Fólk fær ekki lyfin sín, það þarf að bíða í mörg ár eftir aðgerðum, það eru endalausir biðlistar, hvað er þá til að grafa undan?“ Middeldorp segist vilja vinna að uppbyggingu spítalans í góðu samstarfi við Íslendinga og íslensk stjórnvöld. Því verði boðað til blaðamannafundar eftir að Alþingi komi saman í ágúst til að útskýra allar hliðar málsins. Auk þess vinni Capacent nú að fýsileikakönnun á verkefninu. Middeldorp segir að hann muni setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um hverjir þeir séu en hann segist eins og sakir standa ekki mega gefa það upp. Ráðgert hefur verið að framkvæmdir við byggingu spítalans og hótelsins muni kosta um 50 milljarða króna og segir Middeldorp verkefnið fjármagnað að fullu. Þá leggur Middeldorp áherslu á að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingarfélagi. Sjúklingarnir verði erlendir og erlend tryggingarfélög muni greiða fyrir meðferðina. Heilbrigðisstarfsfólkið verði erlent en fjöldi innlends starfsfólks verði einnig ráðinn í önnur störf. Hann segir að félagið muni á næstunni sækja um ívilnanir frá ríkinu til atvinnuvegaráðuneytisins vegna framkvæmdanna í samræmi við lög um ívilnanir til nýfjárfestinga. Middeldorp segir ákveðins misskilnings hafa gætt um fjármögnun verkefnisins. Það verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
„Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa,“ segir Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf. sem hyggst byggja einkarekinn spítala og sjúkrahótel í Mosfellsbæ, um grein Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í gær. Kári sagði að starfsemi spítalans myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. „Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.“ Middeldorp nefnir sem dæmi að fjölskyldumeðlimir íslenskrar eiginkonu sinnar hafa þurft að bíða í fjölmörg ár eftir að komast í skurðaðgerðir hér á landi. „Fólk fær ekki lyfin sín, það þarf að bíða í mörg ár eftir aðgerðum, það eru endalausir biðlistar, hvað er þá til að grafa undan?“ Middeldorp segist vilja vinna að uppbyggingu spítalans í góðu samstarfi við Íslendinga og íslensk stjórnvöld. Því verði boðað til blaðamannafundar eftir að Alþingi komi saman í ágúst til að útskýra allar hliðar málsins. Auk þess vinni Capacent nú að fýsileikakönnun á verkefninu. Middeldorp segir að hann muni setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um hverjir þeir séu en hann segist eins og sakir standa ekki mega gefa það upp. Ráðgert hefur verið að framkvæmdir við byggingu spítalans og hótelsins muni kosta um 50 milljarða króna og segir Middeldorp verkefnið fjármagnað að fullu. Þá leggur Middeldorp áherslu á að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingarfélagi. Sjúklingarnir verði erlendir og erlend tryggingarfélög muni greiða fyrir meðferðina. Heilbrigðisstarfsfólkið verði erlent en fjöldi innlends starfsfólks verði einnig ráðinn í önnur störf. Hann segir að félagið muni á næstunni sækja um ívilnanir frá ríkinu til atvinnuvegaráðuneytisins vegna framkvæmdanna í samræmi við lög um ívilnanir til nýfjárfestinga. Middeldorp segir ákveðins misskilnings hafa gætt um fjármögnun verkefnisins. Það verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira