Innlent

Leita að 24 börnum í Wales

Birgir Olgeirsson skrifar
Brecon Beacons í Wales.
Brecon Beacons í Wales. Vísir/Getty
Björgunarsveitarmenn leita nú að 24 börnum sem eru týnd í Brecon Beacons-fjalllendinu í Suður-Wales. Útkallið barst á öðrum tímanum í dag og taka þrír hópar ásamt lögreglu þátt í aðgerðinni.

Mark Moran, sem fer fyrir Central Beacons Mountain Rescue, segir björgunarsveitarmenn telja sig vita hvar börnin eru en börnin sjálf eru sögð ekki rata til baka vegna slæms skyggnis. Er talið að einhver þeirra séu komin með einkenni ofkælingar, að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC.

Börnin, sem eru um 14 – 15 ára gömul, eru frá Englandi og eru á þessu svæði í tengslum við ferli sem kennt er við hertogann af Edinborg en það er röð þrauta sem unglingar þreyta til að gera þá færari um að takast á við fullorðinsárin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×