EM dagbók: Ég hef heyrt að rigningin sé ágæt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 10:00 Emil Hallfreðsson slakar á í sólinni á æfingu íslenska liðsins í gær. vísir/gloría Hvernig var fyrsti dagurinn í Annecy? Hann var sólríkur. Og líka nokkuð afslappaður. Það er að segja að það var mjög afslöppuð stemning á opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í gær. 400 manns mættu til að fylgjast með strákunum okkar taka upphitun, reit, fyrirgjafir og spil á stórum velli. Allt sem gladdi auga þeirra sem lögðu leið sína á æfingasvæðið. Öllu jöfnu eru landsliðsæfingar lokaðar. Líka fyrir fjölmiðlamönnum. Það er aðeins á fyrstu fimmtán mínútunum að fjölmiðlar fá að mynda sitt efni en það er þá aðeins að meðan leikmenn eru að hita upp og spila í reit. Þetta var því nokkuð sérstök stund. Hún hófst með formlegri móttöku borgarstjórans í Annecy, sem færði íslenska liðinu gjafir, og svo sungu strákarnir afmælissönginn fyrir afmælisbarnið Heimi Hallgrímsson. Strákarnir tóku svo sína æfingu, við góðar undirtektir áhorfenda sem fögnuðu hverju marki, þó svo að um skotæfingu hafi verið að ræða.Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Annecy.vísir/stefánSvona virðist andrúmsloftið vera í Annecy. Afar rólegt og afslappað. Allir eru afar vinalegir og afar spenntir fyrir íslensku „innrásinni“ í bæinn. Þessi stemningn virðist smita út frá sér í leikmannahópinn. Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, hafði það á orði við mig að öryggisverðirnir hefðu tekið sérstaklega eftir því hversu viðkunnalegir leikmenn íslenska liðsins væru. Þeir gæfu sér tíma í að spjalla og væru brosmildir. Þeir eru einfaldlega njóta þess að vera komnir til Frakklands og fá loks að upplifa þessu stóru stund. Stund sem þá hefur dreymt um að upplifa síðan þeir muna eftir sér. Mér líst vel á þetta hugarfar, bæði hjá leikmönnum og íbúum Annecy. Það er létt yfir öllum en að sama skapi veit ég að strákarnir eru einbeittir, agaðir og ætla sér mikla og stóra hluti á mótinu. Þeir hafa margir fúslega viðurkennt að hafa sparað sig sérstaklega síðustu vikurnar, allt til að geta staðið sig á stóra sviðinu þegar þeirra tími kemur – á þriðjudaginn í St. Etienne. Ævintýrið er bara rétt að byrja. Og það getur verið fljótt að breytast, í hvora áttina sem er. En gleymum ekki að njóta stundarinnar og leyfa svo alvörunni að taka við þegar út í hana er komið. Það er rigningaspá fram undan hér í austurhluta Frakklands en mun ekki nokkur maður láta það spilla EM-gleðinni hjá íslenska landsliðinu, allra síst þeir sjálfir. Það er enginn verri þó hann vökni.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30 Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00 Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30 Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Hvernig var fyrsti dagurinn í Annecy? Hann var sólríkur. Og líka nokkuð afslappaður. Það er að segja að það var mjög afslöppuð stemning á opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í gær. 400 manns mættu til að fylgjast með strákunum okkar taka upphitun, reit, fyrirgjafir og spil á stórum velli. Allt sem gladdi auga þeirra sem lögðu leið sína á æfingasvæðið. Öllu jöfnu eru landsliðsæfingar lokaðar. Líka fyrir fjölmiðlamönnum. Það er aðeins á fyrstu fimmtán mínútunum að fjölmiðlar fá að mynda sitt efni en það er þá aðeins að meðan leikmenn eru að hita upp og spila í reit. Þetta var því nokkuð sérstök stund. Hún hófst með formlegri móttöku borgarstjórans í Annecy, sem færði íslenska liðinu gjafir, og svo sungu strákarnir afmælissönginn fyrir afmælisbarnið Heimi Hallgrímsson. Strákarnir tóku svo sína æfingu, við góðar undirtektir áhorfenda sem fögnuðu hverju marki, þó svo að um skotæfingu hafi verið að ræða.Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Annecy.vísir/stefánSvona virðist andrúmsloftið vera í Annecy. Afar rólegt og afslappað. Allir eru afar vinalegir og afar spenntir fyrir íslensku „innrásinni“ í bæinn. Þessi stemningn virðist smita út frá sér í leikmannahópinn. Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, hafði það á orði við mig að öryggisverðirnir hefðu tekið sérstaklega eftir því hversu viðkunnalegir leikmenn íslenska liðsins væru. Þeir gæfu sér tíma í að spjalla og væru brosmildir. Þeir eru einfaldlega njóta þess að vera komnir til Frakklands og fá loks að upplifa þessu stóru stund. Stund sem þá hefur dreymt um að upplifa síðan þeir muna eftir sér. Mér líst vel á þetta hugarfar, bæði hjá leikmönnum og íbúum Annecy. Það er létt yfir öllum en að sama skapi veit ég að strákarnir eru einbeittir, agaðir og ætla sér mikla og stóra hluti á mótinu. Þeir hafa margir fúslega viðurkennt að hafa sparað sig sérstaklega síðustu vikurnar, allt til að geta staðið sig á stóra sviðinu þegar þeirra tími kemur – á þriðjudaginn í St. Etienne. Ævintýrið er bara rétt að byrja. Og það getur verið fljótt að breytast, í hvora áttina sem er. En gleymum ekki að njóta stundarinnar og leyfa svo alvörunni að taka við þegar út í hana er komið. Það er rigningaspá fram undan hér í austurhluta Frakklands en mun ekki nokkur maður láta það spilla EM-gleðinni hjá íslenska landsliðinu, allra síst þeir sjálfir. Það er enginn verri þó hann vökni.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30 Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00 Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30 Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30
Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00
Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30
Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30
Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00