Enski boltinn

Man Utd tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir varnarmann Villarreal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bailly er eftirsóttur.
Bailly er eftirsóttur. vísir/afp
Manchester United á í viðræðum við Villarreal um kaup á Eric Bailly, 22 ára gömlum varnarmanni frá Fílabeinsströndinni.

Sky Sports hefur heimildir fyrir þessu en United er ekki vera eina stórliðið sem hefur áhuga á Bailly. Manchester City, Barcelona og Paris Saint-Germain renna öll hýru auga til varnarmannsins sterka.

Bailly er ekki með riftunarverð í samningi sínum og verður því væntanlega seldur hæstbjóðanda. Talið er hann muni kosta í kringum 30 milljónir punda.

Villarreal keypti Bailly af Espanyol í janúar 2015 eftir að félagið seldi Brasilíumanninn Gabriel Paulista til Arsenal.

Bailly lék 25 deildarleiki fyrir Villarreal á nýafstöðnu tímabili, auk sjö leikja í Evrópudeildinni þar sem spænska liðið komst í undanúrslit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×