UFC bardagasambandið gaf í kvöld út nýjan styrkleikalista.
Gunnar Nelson heldur áfram að fara upp listann og aftur fer hann upp um eitt sæti. Úr tólfta sæti í það ellefta.
Það er jöfnun á hans besta árangri á listanum. Næst á dagskrá hjá Gunnari er því að komast inn á topp tíu listann.
Rick Story, sem var fyrstur allra til þess að vinna Gunnar, er í sætinu fyrir ofan Gunnar. Hann vann Belgann Tarec Saffiedine á sunnudag en Saffiedine fellur niður í þrettánda sætið eftir tapið.
Lítil breyting er á pund fyrir pund listanum. Jon Jones enn í efsta sæti. Robbie Lawler hoppar upp um eitt sæti en Rafael dos Anjos fer að sama skapi niður um eitt.
Gunnar lagði Rússann Albert Tumenov fyrr í mánuðinum og nú bíða menn frétta af næsta bardaga hans.
Gunnar heldur áfram að klífa lista UFC
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn




