Hrafnhildur: Ég man lítið eftir sundinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2016 19:18 Hrafnhildur, lengst til hægri, ásamt öðrum verðlaunahöfum í 200 m bringusndi. Rikke Möller Pedersen frá Danmörku vann gull og Vall Montero, lengst til vinstri, frá Spáni vann silfur. Vísir/EPA „Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Sjá meira
„Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Sjá meira