Hrafnhildur: Ég man lítið eftir sundinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2016 19:18 Hrafnhildur, lengst til hægri, ásamt öðrum verðlaunahöfum í 200 m bringusndi. Rikke Möller Pedersen frá Danmörku vann gull og Vall Montero, lengst til vinstri, frá Spáni vann silfur. Vísir/EPA „Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira
„Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira