Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 09:00 Þetta yrði eitthvað eins og maðurinn sagði. mynd/twitter Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“ MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“
MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00