Enski boltinn

De Gea fer ef Van Gaal verður áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David De Gea, markvörður Manchester United.
David De Gea, markvörður Manchester United. vísir/getty
Spænski markvörðurinn David De Gea er sagður ætla að íhuga framtíð sína hjá Manchester United ef að Louis van Gaal verður áfram knattspyrnustjóri liðsins á næstu leiktíð.

Þetta er fullyrt í enskum fjölmiðlum í dag en De Gea var hársbreidd frá því að ganga til liðs við Real Madrid síðastliðið haust. Félagaskiptin voru samþykkt af beggja hálfu en pappírar þess efnis bárust ekki í tæka tíð.

De Gea stóð sig svo vel í marki United í vetur og var valinn leikmaður ársins þriðja tímabilið í röð.

Sjá einnig: Van Gaal ekki á förum: Sjáumst á næsta ári

Van Gaal hefur hingað til ekki gefið annað til kynna en að hann verði áfram hjá United enda á hann eitt ár eftir af samningi sínum. De Gea er sagður ætla að berjast fyrir félagaskiptum ef að það verður raunin.

Jose Mourinho hefur verið sterklega orðaður við United síðustu mánuðina og gæti hann tekið við liðinu í sumar, ef að Van Gaal stígur til hliðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×