Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2016 21:00 Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Bretlandi eru báðir vængstýfðir, annar vegar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Breta að Evrópusambandinu og hins vegar vegna afturhvarfs til fortíðar, að mati stjórnmálaskýranda. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti klofið Íhaldsflokkinn varanlega. Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild eða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hinn 23. júní næst komandi. Töluverð andstaða hefur kraumað undir niðri með aðild Breta að Evrópusambandinu undanfarin ár, sérstaklega hægra megin í stjórnmálunum. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hinn 23. júní má segja að David Cameron forsætisráðherra sé að reyna að slá á þessa umræðu. Það er hins vegar ekki víst að honum verði kápan úr því klæðinu að mati Adam Boulton aðal stjórnmálaskýranda Sky fréttastofunnar sem við ræddum við í vikunni. „Ef svo ólíklega fer að Bretar samþykki að segja sig úr Evrópusambandinu eru þeir til innan Íhaldsflokksins, þeirra á meðal Kenneth Clark fyrrverandi háttsettur ráðherra; sem hafa sagt að David Cameron muni ekki endast í fimm mínútur í leiðtogasætinu. Hann yrði að fara,“ segir Boulton. Þá hafi margir háttsettir innan flokksins látið slík fúkyrði frá sér um frammistöðu Cameron að þeir ættu erfitt með að draga þau ummæli til baka.Boris bíður brattur á hliðarlínunni Fari svo að Bretar ákveða að yfirgefa ESB bíður Boris Johnson, borgarstjórinn í Lundúnum, meira en viljugur á hliðarlínunni til að taka að sér forystuna í Íhaldsflokknum. Hann hefur gagnrýnt harðlega hvað Cameron fékk lítið út úr samningum við Evrópusambandið um ný skilyrði fyrir aðild Breta. „Við vildum endurbætur á Evrópudómstólnum þannig að hann hætti afskiptum af afbrotamálum, við vildum ítarlegar breytingar á helstu sjóðum sambandsins og sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Við vildum að afskiptum ESB af félags- og atvinnumálum Breta yrði hætt. En við fengum algerlega ekkert og ef við höldum aðildinni á fram þurfum við áfram að eiga við þessa fyrirlitlegu framkomu,“ sagði Johnson í viðtali við Sky fréttastofuna í síðustu viku. Það má því segja að pólitískt gæfuhjól David Cameron sé á miklum snúningi þessar vikurnar. En niðurstaða evrópusambandskosninganna hefur þó ekki áhrif á pólitíska framtíð hans þar sem hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til leiðtogaembættisins. Adam Boulton telur þó líkur á að Cameron fengi ekki mikinn frið í leiðtogasætinu fram að næstu þingkosningum árið 2020 þótt hann ynni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann yrði vængstýfður, eða lame duck, eins og það er kallað á enskunni. „Og David Cameron trúir því sjálfur að næsti leiðtogi flokksins komi úr röðum andstæðra sjónarmiða en hans, þeirra sem vilja að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Sem að sjálfsögðu eru slæmar fréttir fyrir þann sem Cameron vill að taki við af honum, George Osborne fjármálaráðherra,“ segir Boulton.Verkamannaflokkurinn logar stafnanna á milli „Hver sem niðurstaðan verður gætum við séð verða til bandalag í breskum stjórnmálum milli hægri arms breska Íhaldsflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) annars vegar með Cameron sem leiðtoga hógværari afla inn á miðjunni hins vegar. Það er ekki hægt að útiloka þetta þótt stóru flokkunum hafi sögulega séð tekist að lifa af klofning innan sinna raða,“ bætir Boulton við. Þá sé ástandið litlu skárra í Verkamannaflokknum þar sem Jeremy Corbyn, hafi verið kjörinn nýr róttækur leiðtogi með 80 til 90 prósent þingflokksins á móti sér. „Verkamannaflokkurinn logar nú þegar stafnanna á milli í eins konar borgarastyrjöld. Þannig að íhaldið er klofið vegna Evrópu og Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til arfleifðar Tony Blair og það eru engin teikn á lofti um að evrópukosningarnar muni sameina þessar ólíku fylkingar innan flokkanna,“ segir Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky New. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Bretlandi eru báðir vængstýfðir, annar vegar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Breta að Evrópusambandinu og hins vegar vegna afturhvarfs til fortíðar, að mati stjórnmálaskýranda. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti klofið Íhaldsflokkinn varanlega. Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild eða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hinn 23. júní næst komandi. Töluverð andstaða hefur kraumað undir niðri með aðild Breta að Evrópusambandinu undanfarin ár, sérstaklega hægra megin í stjórnmálunum. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hinn 23. júní má segja að David Cameron forsætisráðherra sé að reyna að slá á þessa umræðu. Það er hins vegar ekki víst að honum verði kápan úr því klæðinu að mati Adam Boulton aðal stjórnmálaskýranda Sky fréttastofunnar sem við ræddum við í vikunni. „Ef svo ólíklega fer að Bretar samþykki að segja sig úr Evrópusambandinu eru þeir til innan Íhaldsflokksins, þeirra á meðal Kenneth Clark fyrrverandi háttsettur ráðherra; sem hafa sagt að David Cameron muni ekki endast í fimm mínútur í leiðtogasætinu. Hann yrði að fara,“ segir Boulton. Þá hafi margir háttsettir innan flokksins látið slík fúkyrði frá sér um frammistöðu Cameron að þeir ættu erfitt með að draga þau ummæli til baka.Boris bíður brattur á hliðarlínunni Fari svo að Bretar ákveða að yfirgefa ESB bíður Boris Johnson, borgarstjórinn í Lundúnum, meira en viljugur á hliðarlínunni til að taka að sér forystuna í Íhaldsflokknum. Hann hefur gagnrýnt harðlega hvað Cameron fékk lítið út úr samningum við Evrópusambandið um ný skilyrði fyrir aðild Breta. „Við vildum endurbætur á Evrópudómstólnum þannig að hann hætti afskiptum af afbrotamálum, við vildum ítarlegar breytingar á helstu sjóðum sambandsins og sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Við vildum að afskiptum ESB af félags- og atvinnumálum Breta yrði hætt. En við fengum algerlega ekkert og ef við höldum aðildinni á fram þurfum við áfram að eiga við þessa fyrirlitlegu framkomu,“ sagði Johnson í viðtali við Sky fréttastofuna í síðustu viku. Það má því segja að pólitískt gæfuhjól David Cameron sé á miklum snúningi þessar vikurnar. En niðurstaða evrópusambandskosninganna hefur þó ekki áhrif á pólitíska framtíð hans þar sem hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til leiðtogaembættisins. Adam Boulton telur þó líkur á að Cameron fengi ekki mikinn frið í leiðtogasætinu fram að næstu þingkosningum árið 2020 þótt hann ynni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann yrði vængstýfður, eða lame duck, eins og það er kallað á enskunni. „Og David Cameron trúir því sjálfur að næsti leiðtogi flokksins komi úr röðum andstæðra sjónarmiða en hans, þeirra sem vilja að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Sem að sjálfsögðu eru slæmar fréttir fyrir þann sem Cameron vill að taki við af honum, George Osborne fjármálaráðherra,“ segir Boulton.Verkamannaflokkurinn logar stafnanna á milli „Hver sem niðurstaðan verður gætum við séð verða til bandalag í breskum stjórnmálum milli hægri arms breska Íhaldsflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) annars vegar með Cameron sem leiðtoga hógværari afla inn á miðjunni hins vegar. Það er ekki hægt að útiloka þetta þótt stóru flokkunum hafi sögulega séð tekist að lifa af klofning innan sinna raða,“ bætir Boulton við. Þá sé ástandið litlu skárra í Verkamannaflokknum þar sem Jeremy Corbyn, hafi verið kjörinn nýr róttækur leiðtogi með 80 til 90 prósent þingflokksins á móti sér. „Verkamannaflokkurinn logar nú þegar stafnanna á milli í eins konar borgarastyrjöld. Þannig að íhaldið er klofið vegna Evrópu og Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til arfleifðar Tony Blair og það eru engin teikn á lofti um að evrópukosningarnar muni sameina þessar ólíku fylkingar innan flokkanna,“ segir Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky New.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira