Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2016 21:00 Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Bretlandi eru báðir vængstýfðir, annar vegar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Breta að Evrópusambandinu og hins vegar vegna afturhvarfs til fortíðar, að mati stjórnmálaskýranda. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti klofið Íhaldsflokkinn varanlega. Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild eða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hinn 23. júní næst komandi. Töluverð andstaða hefur kraumað undir niðri með aðild Breta að Evrópusambandinu undanfarin ár, sérstaklega hægra megin í stjórnmálunum. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hinn 23. júní má segja að David Cameron forsætisráðherra sé að reyna að slá á þessa umræðu. Það er hins vegar ekki víst að honum verði kápan úr því klæðinu að mati Adam Boulton aðal stjórnmálaskýranda Sky fréttastofunnar sem við ræddum við í vikunni. „Ef svo ólíklega fer að Bretar samþykki að segja sig úr Evrópusambandinu eru þeir til innan Íhaldsflokksins, þeirra á meðal Kenneth Clark fyrrverandi háttsettur ráðherra; sem hafa sagt að David Cameron muni ekki endast í fimm mínútur í leiðtogasætinu. Hann yrði að fara,“ segir Boulton. Þá hafi margir háttsettir innan flokksins látið slík fúkyrði frá sér um frammistöðu Cameron að þeir ættu erfitt með að draga þau ummæli til baka.Boris bíður brattur á hliðarlínunni Fari svo að Bretar ákveða að yfirgefa ESB bíður Boris Johnson, borgarstjórinn í Lundúnum, meira en viljugur á hliðarlínunni til að taka að sér forystuna í Íhaldsflokknum. Hann hefur gagnrýnt harðlega hvað Cameron fékk lítið út úr samningum við Evrópusambandið um ný skilyrði fyrir aðild Breta. „Við vildum endurbætur á Evrópudómstólnum þannig að hann hætti afskiptum af afbrotamálum, við vildum ítarlegar breytingar á helstu sjóðum sambandsins og sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Við vildum að afskiptum ESB af félags- og atvinnumálum Breta yrði hætt. En við fengum algerlega ekkert og ef við höldum aðildinni á fram þurfum við áfram að eiga við þessa fyrirlitlegu framkomu,“ sagði Johnson í viðtali við Sky fréttastofuna í síðustu viku. Það má því segja að pólitískt gæfuhjól David Cameron sé á miklum snúningi þessar vikurnar. En niðurstaða evrópusambandskosninganna hefur þó ekki áhrif á pólitíska framtíð hans þar sem hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til leiðtogaembættisins. Adam Boulton telur þó líkur á að Cameron fengi ekki mikinn frið í leiðtogasætinu fram að næstu þingkosningum árið 2020 þótt hann ynni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann yrði vængstýfður, eða lame duck, eins og það er kallað á enskunni. „Og David Cameron trúir því sjálfur að næsti leiðtogi flokksins komi úr röðum andstæðra sjónarmiða en hans, þeirra sem vilja að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Sem að sjálfsögðu eru slæmar fréttir fyrir þann sem Cameron vill að taki við af honum, George Osborne fjármálaráðherra,“ segir Boulton.Verkamannaflokkurinn logar stafnanna á milli „Hver sem niðurstaðan verður gætum við séð verða til bandalag í breskum stjórnmálum milli hægri arms breska Íhaldsflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) annars vegar með Cameron sem leiðtoga hógværari afla inn á miðjunni hins vegar. Það er ekki hægt að útiloka þetta þótt stóru flokkunum hafi sögulega séð tekist að lifa af klofning innan sinna raða,“ bætir Boulton við. Þá sé ástandið litlu skárra í Verkamannaflokknum þar sem Jeremy Corbyn, hafi verið kjörinn nýr róttækur leiðtogi með 80 til 90 prósent þingflokksins á móti sér. „Verkamannaflokkurinn logar nú þegar stafnanna á milli í eins konar borgarastyrjöld. Þannig að íhaldið er klofið vegna Evrópu og Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til arfleifðar Tony Blair og það eru engin teikn á lofti um að evrópukosningarnar muni sameina þessar ólíku fylkingar innan flokkanna,“ segir Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky New. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Bretlandi eru báðir vængstýfðir, annar vegar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Breta að Evrópusambandinu og hins vegar vegna afturhvarfs til fortíðar, að mati stjórnmálaskýranda. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti klofið Íhaldsflokkinn varanlega. Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild eða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hinn 23. júní næst komandi. Töluverð andstaða hefur kraumað undir niðri með aðild Breta að Evrópusambandinu undanfarin ár, sérstaklega hægra megin í stjórnmálunum. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hinn 23. júní má segja að David Cameron forsætisráðherra sé að reyna að slá á þessa umræðu. Það er hins vegar ekki víst að honum verði kápan úr því klæðinu að mati Adam Boulton aðal stjórnmálaskýranda Sky fréttastofunnar sem við ræddum við í vikunni. „Ef svo ólíklega fer að Bretar samþykki að segja sig úr Evrópusambandinu eru þeir til innan Íhaldsflokksins, þeirra á meðal Kenneth Clark fyrrverandi háttsettur ráðherra; sem hafa sagt að David Cameron muni ekki endast í fimm mínútur í leiðtogasætinu. Hann yrði að fara,“ segir Boulton. Þá hafi margir háttsettir innan flokksins látið slík fúkyrði frá sér um frammistöðu Cameron að þeir ættu erfitt með að draga þau ummæli til baka.Boris bíður brattur á hliðarlínunni Fari svo að Bretar ákveða að yfirgefa ESB bíður Boris Johnson, borgarstjórinn í Lundúnum, meira en viljugur á hliðarlínunni til að taka að sér forystuna í Íhaldsflokknum. Hann hefur gagnrýnt harðlega hvað Cameron fékk lítið út úr samningum við Evrópusambandið um ný skilyrði fyrir aðild Breta. „Við vildum endurbætur á Evrópudómstólnum þannig að hann hætti afskiptum af afbrotamálum, við vildum ítarlegar breytingar á helstu sjóðum sambandsins og sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Við vildum að afskiptum ESB af félags- og atvinnumálum Breta yrði hætt. En við fengum algerlega ekkert og ef við höldum aðildinni á fram þurfum við áfram að eiga við þessa fyrirlitlegu framkomu,“ sagði Johnson í viðtali við Sky fréttastofuna í síðustu viku. Það má því segja að pólitískt gæfuhjól David Cameron sé á miklum snúningi þessar vikurnar. En niðurstaða evrópusambandskosninganna hefur þó ekki áhrif á pólitíska framtíð hans þar sem hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til leiðtogaembættisins. Adam Boulton telur þó líkur á að Cameron fengi ekki mikinn frið í leiðtogasætinu fram að næstu þingkosningum árið 2020 þótt hann ynni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann yrði vængstýfður, eða lame duck, eins og það er kallað á enskunni. „Og David Cameron trúir því sjálfur að næsti leiðtogi flokksins komi úr röðum andstæðra sjónarmiða en hans, þeirra sem vilja að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Sem að sjálfsögðu eru slæmar fréttir fyrir þann sem Cameron vill að taki við af honum, George Osborne fjármálaráðherra,“ segir Boulton.Verkamannaflokkurinn logar stafnanna á milli „Hver sem niðurstaðan verður gætum við séð verða til bandalag í breskum stjórnmálum milli hægri arms breska Íhaldsflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) annars vegar með Cameron sem leiðtoga hógværari afla inn á miðjunni hins vegar. Það er ekki hægt að útiloka þetta þótt stóru flokkunum hafi sögulega séð tekist að lifa af klofning innan sinna raða,“ bætir Boulton við. Þá sé ástandið litlu skárra í Verkamannaflokknum þar sem Jeremy Corbyn, hafi verið kjörinn nýr róttækur leiðtogi með 80 til 90 prósent þingflokksins á móti sér. „Verkamannaflokkurinn logar nú þegar stafnanna á milli í eins konar borgarastyrjöld. Þannig að íhaldið er klofið vegna Evrópu og Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til arfleifðar Tony Blair og það eru engin teikn á lofti um að evrópukosningarnar muni sameina þessar ólíku fylkingar innan flokkanna,“ segir Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky New.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira