Fótbolti

Pochettino dreymir um að þjálfa PSG

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. vísir/getty
Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino er eftirsóttur stjóri eftir að hafa gert það gott með Tottenham.

Hann á þó þrjú ár eftir af samningi sínum við Spurs og er því væntanlega ekkert á förum. Hann hefur heldur ekki viljað drífa sig að samningaborðinu og framlengja.

Hugur hans virðist þó einnig vera hjá PSG í París en hann var fyrirliði liðsins á sínum tíma er hann lék í tvö ár með félaginu.

„Ég hef alltaf sagt að það væri gaman að fara í frábært félag eins og PSG. Ég vona að ég eigi eftir að þjálfa þar síðar. Það er draumur minn. Ég reyni að horfa á alla leiki liðsins, sérstaklega í Meistaradeildinni,“ sagði Pochettino.

„Franska deildin er ekkert mjög heillandi þar sem PSG er með svo mikla yfirburði í deildinni. Ég fylgist samt með mörgum hæfileikamönnum í deildinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×