Enski boltinn

Markalaust á Selhurst Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James McCarthy gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
James McCarthy gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. vísir/getty
Crystal Palace og Everton gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu; Palace hefur aðeins unnið einn deildarleik á árinu og Everton er án sigurs í síðustu fimm leikjum sínum.

Leikur kvöldsins var heldur tíðindalítill og hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið.

James McCarthy, miðjumaður Everton, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu en leikmönnum Palace tókst ekki að færa sér liðsmuninn í vil.

Palace er í 16. sæti deildarinnar með 38 stig en Everton er með tveimur stigum meira í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×