Mjög ungar stúlkur leita í Kvennaathvarfið í auknum mæli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. apríl 2016 19:30 Yfir 20 prósent þeirra kvenna sem komu í Kvennaathvarfið á liðnu ári segja ástæðu komunnar vera ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Árlega eru dæmi um að nýfædd börn komi í athvarfið með mæðrum sínum. Árið 2015 komu 74 börn til dvalar með mæðrum sínum í Kvennaathvarfinu, 40 stelpur og 34 strákar. Að jafnaði dvelja konur með börn lengur en barnlausar, en börn dvöldu í athvarfinu í að meðaltali 20 daga. Nærri fimmtíu prósent barnanna voru yngri en 6 ára, þar af 8 börn á fyrsta ári. „Við erum á hverju ári með dæmi þess að börnin komi hingað bara beint af fæðingardeildinni. Móðirin ljúki jafnvel meðgöngu hér í húsinu og komi svo aftur strax af deildinni,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Í ársskýrslunni kemur fram að fleiri konur en áður nefna ofbeldi gegn börnum sem ástæðu komu í athvarfið. „Í fyrra voru 22 prósent kvennanna sem nefndu þessa tegund ofbeldis sem eina ástæðu þess að þau komu. Það eru þá kannski um það bil níutíu konur sem nefna þetta og hvað þær eiga mörg börn vitum við ekki, en það eru einhverstaðar á milli hundrað og tvö hundruð börn væntanlega á þessum heimilum,“ segir Sigþrúður. Á hverju ári eru nokkur dæmi um stúlkur sem ekki eru orðnar 18 ára dvelji í athvarfinu vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Það er þá með samþykki forráðamanna eða fyrir tilstuðlan barnaverndaryfirvalda. Eru stúlkurnar skráðar sem konur í viðtalsskýrslum þó vissulega séu þær börn. „Við erum að sjá, og höfum kannski undanfarið í auknum mæli verið að sjá, mjög ungar stúlkur koma. Stúlkur innan við tvítugt sem koma vegna ofbeldis af hálfu kærasta.“ Segir Sigþrúður að úrræði vanti fyrir þennan hóp. „Stúlkur undir átján ára aldri eru náttúrlega börn og eiga þá heima í barnaverndarkerfinu. Ég er ekki viss um að það alltaf bjóði upp á lausnir sem hentar þessum stúlkum. Svo held ég að við sem almennt umgöngumst ungt fólk, til dæmis börn sem eru þó farin að vera í samböndum, að vera meðvituð um að ofbeldi getur hafist mjög snemma í samböndum.“ Tengdar fréttir 40% kvenna í Kvennaathvarfinu með sjálfsvígshugsanir Yfir 40 prósent þeirra kvenna sem leituðu til Kvennaathvarsins á liðnu ári höfðu verið með sjálfsvígshugsanir áður en þær komu þangað. Rúm tuttugu prósent kvennanna sem komu í athvarfið kærðu ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir til lögreglu en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. 14. apríl 2016 19:15 Ein af hverjum fimm konum fór aftur til ofbeldismannsins eftir dvöl í Kvennaathvarfinu Skýrsla Samtaka um kvennaathvarf er komin út. 14. apríl 2016 10:09 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Yfir 20 prósent þeirra kvenna sem komu í Kvennaathvarfið á liðnu ári segja ástæðu komunnar vera ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Árlega eru dæmi um að nýfædd börn komi í athvarfið með mæðrum sínum. Árið 2015 komu 74 börn til dvalar með mæðrum sínum í Kvennaathvarfinu, 40 stelpur og 34 strákar. Að jafnaði dvelja konur með börn lengur en barnlausar, en börn dvöldu í athvarfinu í að meðaltali 20 daga. Nærri fimmtíu prósent barnanna voru yngri en 6 ára, þar af 8 börn á fyrsta ári. „Við erum á hverju ári með dæmi þess að börnin komi hingað bara beint af fæðingardeildinni. Móðirin ljúki jafnvel meðgöngu hér í húsinu og komi svo aftur strax af deildinni,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Í ársskýrslunni kemur fram að fleiri konur en áður nefna ofbeldi gegn börnum sem ástæðu komu í athvarfið. „Í fyrra voru 22 prósent kvennanna sem nefndu þessa tegund ofbeldis sem eina ástæðu þess að þau komu. Það eru þá kannski um það bil níutíu konur sem nefna þetta og hvað þær eiga mörg börn vitum við ekki, en það eru einhverstaðar á milli hundrað og tvö hundruð börn væntanlega á þessum heimilum,“ segir Sigþrúður. Á hverju ári eru nokkur dæmi um stúlkur sem ekki eru orðnar 18 ára dvelji í athvarfinu vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Það er þá með samþykki forráðamanna eða fyrir tilstuðlan barnaverndaryfirvalda. Eru stúlkurnar skráðar sem konur í viðtalsskýrslum þó vissulega séu þær börn. „Við erum að sjá, og höfum kannski undanfarið í auknum mæli verið að sjá, mjög ungar stúlkur koma. Stúlkur innan við tvítugt sem koma vegna ofbeldis af hálfu kærasta.“ Segir Sigþrúður að úrræði vanti fyrir þennan hóp. „Stúlkur undir átján ára aldri eru náttúrlega börn og eiga þá heima í barnaverndarkerfinu. Ég er ekki viss um að það alltaf bjóði upp á lausnir sem hentar þessum stúlkum. Svo held ég að við sem almennt umgöngumst ungt fólk, til dæmis börn sem eru þó farin að vera í samböndum, að vera meðvituð um að ofbeldi getur hafist mjög snemma í samböndum.“
Tengdar fréttir 40% kvenna í Kvennaathvarfinu með sjálfsvígshugsanir Yfir 40 prósent þeirra kvenna sem leituðu til Kvennaathvarsins á liðnu ári höfðu verið með sjálfsvígshugsanir áður en þær komu þangað. Rúm tuttugu prósent kvennanna sem komu í athvarfið kærðu ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir til lögreglu en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. 14. apríl 2016 19:15 Ein af hverjum fimm konum fór aftur til ofbeldismannsins eftir dvöl í Kvennaathvarfinu Skýrsla Samtaka um kvennaathvarf er komin út. 14. apríl 2016 10:09 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
40% kvenna í Kvennaathvarfinu með sjálfsvígshugsanir Yfir 40 prósent þeirra kvenna sem leituðu til Kvennaathvarsins á liðnu ári höfðu verið með sjálfsvígshugsanir áður en þær komu þangað. Rúm tuttugu prósent kvennanna sem komu í athvarfið kærðu ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir til lögreglu en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. 14. apríl 2016 19:15
Ein af hverjum fimm konum fór aftur til ofbeldismannsins eftir dvöl í Kvennaathvarfinu Skýrsla Samtaka um kvennaathvarf er komin út. 14. apríl 2016 10:09