Fótbolti

Geir vill fá EM til Reykjavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Formenn knattspyrnusambanda Norðurlandanna funduðu í gær vegna áætlana þeirra um að sækja um að halda Evrópumeistaramótið í knattspyrnu árið 2024 eða 2028.

Fram kom í yfirlýsingu KSÍ um málið að leikirnir á mótinu myndu fara fram í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en viðburðir tengdir mótinu myndu fara fram á Íslandi og í Færeyjum.

Sja einnig: Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þó í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé vongóður um að spilað verði í Reykjavík hreppi Norðurlöndin hnossið.

„Við eigum engan leikvang sem myndi uppfylla öll skilyrði fyrir úrslitakeppni EM, en maður vonar að það verði,“ sagði Geir við Morgunblaðið í dag.

Sjá einnig: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar

„UEFA er með það viðmið í dag að vera ekki með leikvanga sem taka við færri en 30 þúsund áhorfendum. Við erum náttúrulega ekki að stefna á svo stóran leikvang í Reykjavík, en ef allar aðrar kröfur varðandi leikvanginn væru uppfylltar væri að mínu viti hægt að fáskoða það að fá undanþágu frá því viðmiði.“

Geir hefur áður rætt um endurbyggingu Laugardalsvallar en ljóst er að bæði Reykjavíkurborg og ríkisvald þyrftu að koma að þeim áætlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×