Enski boltinn

Gylfi rýkur upp á lista Sky

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gylfi er sautjándi besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag samkvæmt útreikningi Sky Sports sem birtir vikulegan „Power Rankings“ lista.

Gylfi hefur verið magnaður eftir áramót og skorað alls átta mörk í tólf leikjum Swansea á nýju ári, þar af þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum.

Fyrir vikið hefur Swansea lyft sér frá fallsvæði ensku úrvalsdeildarinnar og er nú tíu stigum frá fallsæti.

Sjá einnig: Gylfi hefur skorað 47 prósent marka Swansea á árinu 2016

Sky Sports tekur frammistöðu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar síðustu fimm vikurnar til greina við útreikninga sína. Nýjasta umferðin gildir hlutfallslega mest og umferðin fyrir fimm vikum hlutfallslega minnst í útreikningunum.

Leicester á þrjá af fjórum efstu leikmönnum listans en markvörðurinn Kasper Schmeichel trónir á toppnum eftir að hafa haldið hreinu í síðustu fjórum leikjum Leicester.

Sjá einnig: Gylfi við BBC: Við erum ekki öruggir

Hann tók toppsætið af Harry Kane, sóknarmanni Tottenham, sem er í öðru sæti. Leicester-mennirnir Wes Morgan og Christian Fuchs koma svo næstir en Leicester á alls sjö leikmenn af ellefu efstu.

Árangur Gylfa á síðustu listum:

Vika 29: 43. sæti (6.818 stig)

Vika 30: 27. sæti (6.249 stig)

Vika 31: 26. sæti (5.726 stig)

Vika 32: 17. sæti (7.115 stig)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×