Veðmálafíkn leikmanna bitnar á frammistöðunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 08:45 Vísir/Getty Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira