Fótbolti

Leik Belga og Portúgala aflýst

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það ríkir þjóðarsorg í Belgíu.
Það ríkir þjóðarsorg í Belgíu. vísir/getty
Belgíska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að búið væri að aflýsa vináttulandsleik Belga og Portúgala sem átti að fara fram á þriðjudag.

Það voru borgaryfirvöld í Brussel sem fóru fram á að leiknum væri aflýst enda upplausnarástand í borginni eftir hryðjuverkaárásirnar í gær.

Belgarnir voru fljótir að aflýsa æfingu í gær og strax þá var orðið ljóst að líklega yrði ekki af leiknum.

Leikur Hollands og Frakklands í Amsterdam mun fara fram á föstudag en það var skoðað að aflýsa þeim leik líka.


Tengdar fréttir

Megum ekki leyfa hryðjuverkamönnunum að vinna

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, segir að menn eigi ekki einu sinni að íhuga það að fresta EM í Frakklandi þrátt fyrir hryðjuverkaárásirnar síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×