Fótbolti

Hólmfríður hafði betur í Íslendingaslagnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hólmfríður og Þórunn hressar.
Hólmfríður og Þórunn hressar. Mynd/Avaldsnes
Hólmfríður Magnúsdóttir og stöllur í Avaldsnes byrja leiktíðina í norsku úrvasldeildinni af krafti en Avaldsnes vann í dag 2-0 sigur á Klepp á útivelli.

Hólmfríður var í byrjunarliði Avaldsnes og lék 92. mínútur en Þórunn Helga Jónsdóttir kom ekkert við sögu af varamannabekknum.

Guðmunda Brynja Óladóttir byrjaði í fremstu víglínu hjá Klepp en hún náði ekki að komast á blað í dag þrátt fyrir að leika allar 90. mínútur leiksins.

Varnarmaðurinn Andrea Rosa kom Avaldsnes yfir á 18. mínútu leiksins og leiddu gestirnir 1-0 í hálfleik. Um miðbik seinni hálfleiks bætti Cecilie Pedersen við marki fyrir Avaldsnes og gerði út um leikinn.

Avaldsnes situr í 2. sæti eftir fyrstu umferðina en Gunnhildur Yrsa og félagar í Stabæk sitja í efsta sæti eftir stórsigur á Vålerenga fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×