Fótbolti

Gunnhildur Yrsa á skotskónum í stórsigri Stabæk

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gunnhildur á landsliðsæfingu síðasta haust.
Gunnhildur á landsliðsæfingu síðasta haust. Vísir/Vilhelm
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður Stabæk og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, skoraði eitt af mörkum Stabæk í öruggum 5-0 sigri á Vålerenga í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Gunnhildur byrjaði leikinn á miðjunni og skoraði hún þriðja mark Stabæk á 29. mínútu en leikmenn liðsins gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik með fimm mörkum.

Gunnhildur lék allar 90. mínútur leiksins en Stabæk tókst ekki að bæta við marki í seinni hálfleik og lauk leiknum með 5-0 sigri.

Þá hófst leikur Avaldsnes og Klepp klukkan 15:00 og er Hólmfríður Magnúsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes en í byrjunarliði Klepp er Guðmunda Brynja Óladóttir.

Úrslit dagsins:

Trondsheim-Örn 2-0 Medkilla

Kolbotn 1-1 Lilleström

Sandviken 1-1 Arna Björnar

Röa 1-0 Urædd

Vålerenga 0-5 Stabæk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×