Ármenningar bikarmeistarar í karla og kvennaflokki Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2016 17:54 Bikarmeistarar karla og kvenna. Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni. Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla. Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu. Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag. Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn. Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu. Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni. Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki. Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni. Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni. Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla. Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu. Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag. Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn. Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu. Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni. Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki. Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni.
Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira