Kem til með að gista í miðjum frumskógi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 09:00 Davíð Arnar Oddgeirsson myndbandsframleiðandi er á leið til Suður-Afríku þar sem hann kemur til með að festa á filmu ævintýri ferðarinnar. vísir/Ernir „Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs. Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs.
Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46