Everton og Chelsea komust bæði upp fyrir Liverpool | Úrslit kvöldsins í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 21:45 Fabio Borini fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Liverpool er komið niður í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Everton og Chelsea unnu bæði sína leiki í kvöld. Topplið Leicester City tapaði stigum á heimavelli og gæti misst toppsætið á morgun. Í fallbaráttunni vann Bournemouth langþráðan sigur og Sunderland bjargaði stigi á móti Crystal Palace með marki frá Fabio Borini í lokin.Topplið Leicester City tapaði tveimur stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við West Bromwich Albion. Leicester-liðið gæti því misst toppsætið til Tottenham á morgun takist leikmönnum Tottenham að vinna West Ham á útivelli. Bæði liðin komust yfir í fyrri hálfleiknum en á endanum var það aukaspyrnumark Craig Gardner sem tryggði West Brom stig.Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. Chelsea komst upp fyrir Stoke og Liverpool með þessum sigri og hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Guus Hiddink. Markið sem skildi á milli liðanna átti þó aldrei að standa því Diego Costa var rangstæður þegar hann kom Cheslea í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Everton komst upp fyrir nágranna sína í Liverpool með öruggum 3-1 útisigri á Aston Villa á Villa Park. Everton og Liverpool eru með jafnmörg stig en Everton er með mun betri markatölu. Aston Villa tapaði þarna sínum þriðja leik í röð og er nú átta stigum frá öruggu sæti eftir að Sunderland og Crystal Palace gerðu 2-2 jafntefli á sama tíma.Crystal Palace hefur aðeins fengið tvö stig út úr síðustu níu deildarleikjum og lærisveinar Alan Pardew eru núna farnir nálgast fallbaráttupakkann. Þeir voru nálægt því að landa þremur stigum i kvöld en Connor Wickham kom liðinu í 2-1 með tveimur mörkum á sex mínútna kafla.Fabio Borini tryggði hinsvegar Sunderland 2-2 jafntefli og mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar hann skoraði laglegt jöfnunarmark úr þröngu færi á 90. mínútu.Steve Cook og Benik Afobe tryggðu Bournemouth sinn fyrsta sigur í næstum því heilan mánuð þegar þeir skoruðu mörk liðsins í 2-0 heimasigri á Southampton.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Aston Villa - Everton 1-3 0-1 Ramiro Funes Mori (5.), 0-2 Aaron Lennon (30.), 0-3 Romelu Lukaku (60.), 1-3 Rudy Gestede (79.)Bournemouth - Southampton 2-0 1-0 Steve Cook (31.), 2-0 Benik Afobe (79.)Leicester - West Bromwich 2-2 0-1 José Salomón Rondón (11.), 1-1 Danny Drinkwater (31.), 2-1 Andy King (45.+1), 2-2 Craig Gardner (50.)Norwich - Chelsea 1-2 0-1 Kenedy (1.), 0-2 Diego Costa (45.+1), 1-2 Nathan Redmond (68.)Sunderland - Crystal Palace 2-2 1-0 Dame N'Doye (36.), 1-1 Connor Wickham (61.), 1-2 Connor Wickham (67.), 2-2 Fabio Borini (90.) Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Liverpool er komið niður í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Everton og Chelsea unnu bæði sína leiki í kvöld. Topplið Leicester City tapaði stigum á heimavelli og gæti misst toppsætið á morgun. Í fallbaráttunni vann Bournemouth langþráðan sigur og Sunderland bjargaði stigi á móti Crystal Palace með marki frá Fabio Borini í lokin.Topplið Leicester City tapaði tveimur stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við West Bromwich Albion. Leicester-liðið gæti því misst toppsætið til Tottenham á morgun takist leikmönnum Tottenham að vinna West Ham á útivelli. Bæði liðin komust yfir í fyrri hálfleiknum en á endanum var það aukaspyrnumark Craig Gardner sem tryggði West Brom stig.Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. Chelsea komst upp fyrir Stoke og Liverpool með þessum sigri og hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Guus Hiddink. Markið sem skildi á milli liðanna átti þó aldrei að standa því Diego Costa var rangstæður þegar hann kom Cheslea í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Everton komst upp fyrir nágranna sína í Liverpool með öruggum 3-1 útisigri á Aston Villa á Villa Park. Everton og Liverpool eru með jafnmörg stig en Everton er með mun betri markatölu. Aston Villa tapaði þarna sínum þriðja leik í röð og er nú átta stigum frá öruggu sæti eftir að Sunderland og Crystal Palace gerðu 2-2 jafntefli á sama tíma.Crystal Palace hefur aðeins fengið tvö stig út úr síðustu níu deildarleikjum og lærisveinar Alan Pardew eru núna farnir nálgast fallbaráttupakkann. Þeir voru nálægt því að landa þremur stigum i kvöld en Connor Wickham kom liðinu í 2-1 með tveimur mörkum á sex mínútna kafla.Fabio Borini tryggði hinsvegar Sunderland 2-2 jafntefli og mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar hann skoraði laglegt jöfnunarmark úr þröngu færi á 90. mínútu.Steve Cook og Benik Afobe tryggðu Bournemouth sinn fyrsta sigur í næstum því heilan mánuð þegar þeir skoruðu mörk liðsins í 2-0 heimasigri á Southampton.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Aston Villa - Everton 1-3 0-1 Ramiro Funes Mori (5.), 0-2 Aaron Lennon (30.), 0-3 Romelu Lukaku (60.), 1-3 Rudy Gestede (79.)Bournemouth - Southampton 2-0 1-0 Steve Cook (31.), 2-0 Benik Afobe (79.)Leicester - West Bromwich 2-2 0-1 José Salomón Rondón (11.), 1-1 Danny Drinkwater (31.), 2-1 Andy King (45.+1), 2-2 Craig Gardner (50.)Norwich - Chelsea 1-2 0-1 Kenedy (1.), 0-2 Diego Costa (45.+1), 1-2 Nathan Redmond (68.)Sunderland - Crystal Palace 2-2 1-0 Dame N'Doye (36.), 1-1 Connor Wickham (61.), 1-2 Connor Wickham (67.), 2-2 Fabio Borini (90.)
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira