Erlent

Hönnuður Billy-bókahillunnar látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Billy-bókahilla Gillis Lundgren.
Billy-bókahilla Gillis Lundgren. mynd/ikea
Sænski hönnuðurinn Gillis Lundgren er látinn en hann starfaði lengst af hjá húsgagnarisanum IKEA.

Frægasta hönnun hans er líklegast Billy-bókahillan sem er til á ófáum íslenskum heimilum en hillan kom fyrst í verslanir IKEA árið 1979 og þegar haldið var upp á 30 ára afmæli hennar 2009 var talið að um 41 milljón eintaka hefði selst af Billy.

Lundgren var 86 ára þegar hann le´st þann 25. febrúar síðastliðinn en hann hóf störf hjá IKEA árið 1953. Hann var upphaflega ráðinn inn sem verslunarstjóri en fór fljótlega yfir í það að hanna húsgögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×