Rakarastofa í höfuðstöðvum NATO: „Reiðubúnir að taka þátt í að jafna hlut kynjanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2016 14:19 Frá jafnréttisráðstefnunni í höfuðstöðvum Nato. Vísir/Twitter „Við karlmenn eigum sjaldan frumkvæði í jafnréttismálum en við erum reiðubúnir að taka þátt í að jafna hlut kynanna,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í opnunarávarpi sínu á jafnréttisráðstefnu sem haldin var í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag undir merkjum Rakarastofunnar. Í dag, 8. mars, er alþjóðlegi kvennadagurinn, en hugmyndin að baki ráðstefnunni er að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna en fyrsta Rakarastofuráðstefnan var haldin fyrir ári síðan hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, en ætlunin er að halda Rakarastofur í öllum helstu alþjóðastofnunum sem Ísland á aðild að, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.Í opnunarávarpi sínu sagði Gunnar Bragi að jafnréttismál væru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Rakarastofuráðstefnan væri leið til að virkja karla í jafnréttisbaráttu. Gunnar Bragi sagði Atlantshafsbandalagið hafa lagt sitt af mörkum til að styðja konur, m.a. með því að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. En gera þyrfti mun betur, hvetja konur til aukinnar þátttöku í öryggis- og varnarmálum og til að sækjast eftir ábyrgðarstöðum í þeim. „Það er efnahagslegur og samfélagslegur ábati, það er hagur okkar allra að hafa konur með,” sagði Gunnar Bragi. Á meðal annarra þátttakenda í ráðstefnunni voru Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Marriet Schurmann, sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra um málefni kvenna, friðar og öryggis, Petr Pavel, formaður hermálanefndar NATO og Gary Barker, baráttumaður fyrir kynjajafnrétti. Að lokinni Rakararáðstefnu ræddu fastafulltrúar bandalagsins jafnréttismál og hlutverk karla á fundi sem fastafulltrúi Íslands stjórnaði. Fyrir Rakarastofuráðstefnuna áttu Gunnar Bragi og Stoltenberg fund þar sem þeir ræddu um jafnréttismál og Rakararáðstefnuna. Þá ræddu þeir stöðu öryggis- og varnarmála í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í Varsjá í júlí nk. og aukin framlög Íslands til varnarmála.@jensstoltenberg at Barbershop: We shld act on #genderequality every day, not just special occasions #HeForShe #IWD pic.twitter.com/VOyXhr8ajR— BarberShopConference (@BarberShopConf) March 8, 2016 They support #genderequality @NATO #IWD2016 #HeForShe pic.twitter.com/Mlk3ERb1Po— BarberShopConference (@BarberShopConf) March 8, 2016 Tengdar fréttir Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi. 30. september 2014 12:11 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Segir gagnrýni á Barbershop-ráðstefnu byggða á misskilningi Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er í viðtali við breska blaðið Independent í dag. 13. desember 2014 22:13 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
„Við karlmenn eigum sjaldan frumkvæði í jafnréttismálum en við erum reiðubúnir að taka þátt í að jafna hlut kynanna,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í opnunarávarpi sínu á jafnréttisráðstefnu sem haldin var í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag undir merkjum Rakarastofunnar. Í dag, 8. mars, er alþjóðlegi kvennadagurinn, en hugmyndin að baki ráðstefnunni er að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna en fyrsta Rakarastofuráðstefnan var haldin fyrir ári síðan hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, en ætlunin er að halda Rakarastofur í öllum helstu alþjóðastofnunum sem Ísland á aðild að, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.Í opnunarávarpi sínu sagði Gunnar Bragi að jafnréttismál væru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Rakarastofuráðstefnan væri leið til að virkja karla í jafnréttisbaráttu. Gunnar Bragi sagði Atlantshafsbandalagið hafa lagt sitt af mörkum til að styðja konur, m.a. með því að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. En gera þyrfti mun betur, hvetja konur til aukinnar þátttöku í öryggis- og varnarmálum og til að sækjast eftir ábyrgðarstöðum í þeim. „Það er efnahagslegur og samfélagslegur ábati, það er hagur okkar allra að hafa konur með,” sagði Gunnar Bragi. Á meðal annarra þátttakenda í ráðstefnunni voru Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Marriet Schurmann, sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra um málefni kvenna, friðar og öryggis, Petr Pavel, formaður hermálanefndar NATO og Gary Barker, baráttumaður fyrir kynjajafnrétti. Að lokinni Rakararáðstefnu ræddu fastafulltrúar bandalagsins jafnréttismál og hlutverk karla á fundi sem fastafulltrúi Íslands stjórnaði. Fyrir Rakarastofuráðstefnuna áttu Gunnar Bragi og Stoltenberg fund þar sem þeir ræddu um jafnréttismál og Rakararáðstefnuna. Þá ræddu þeir stöðu öryggis- og varnarmála í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í Varsjá í júlí nk. og aukin framlög Íslands til varnarmála.@jensstoltenberg at Barbershop: We shld act on #genderequality every day, not just special occasions #HeForShe #IWD pic.twitter.com/VOyXhr8ajR— BarberShopConference (@BarberShopConf) March 8, 2016 They support #genderequality @NATO #IWD2016 #HeForShe pic.twitter.com/Mlk3ERb1Po— BarberShopConference (@BarberShopConf) March 8, 2016
Tengdar fréttir Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi. 30. september 2014 12:11 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Segir gagnrýni á Barbershop-ráðstefnu byggða á misskilningi Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er í viðtali við breska blaðið Independent í dag. 13. desember 2014 22:13 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi. 30. september 2014 12:11
Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06
Segir gagnrýni á Barbershop-ráðstefnu byggða á misskilningi Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er í viðtali við breska blaðið Independent í dag. 13. desember 2014 22:13