Aukin harka hlaupin í deiluna í Straumsvík Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 18:43 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Rannveig Rist, forstjóri ISAL, í Straumsvík í dag. mynd/así Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að fara verði aftur til Bandaríkjanna í kringum árið 1930 til að finna svipaðar aðstæður og nú ríki í álverinu í Straumsvík. Verkfallsverðir stoppuðu yfirmenn sem reyndu að skipa út áli í morgun í trássi við útflutningsbann. Útflutningsbann tók gildi í álverinu í Straumsvík á miðnætti úrskurð félagsdóms í gær um að sú aðgerð væri lögleg. Í morgun gengu síðan yfirmenn í álverinu í störf þeirra sem alla jafna skipa áli út frá fyrirtækinu. Um tuttugu yfirmenn hófu að flytja ál á hafnarbakkann og byrjuðu síðan að hífa það um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. „Það var búið að senda okkar hafnarverkamenn heim af því Ísal taldi að þeir væru í verkfalli. Sem ég tel kannski skrýtið vegna þess að það hefði verið hægt að nýta starfsmennina til annarra starfa. Vegna þess að dómurinn sem féll í gær er bara um útflutningsbann á áli. Annað er hægt að vinna við,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formðaur verkalýðsfélagsins Hlífar. Verkfallsverðir þráttuðu við yfirmennina og forseti Alþýðusambandsins ásamt lögmanni sambandsins mættu á svæðið til að leggja þeim lið. Að lokum létu yfirmennirnir undan.En hafið þið náð að stoppa þetta varanlega, eða þurfið þið að standa vaktina á meðan á útflutningsbanninu stendur? „Ég tel að við séum búin að stoppa þetta núna varanlega. Þetta verði þá bara okkar menn sem komi annarri vöru um borð í skipið. En það verður ekki skipað út áli þessa dagana fyrr en niðurstaða liggur þá fyrir. En ég reikna með að þetta verði jafnvel að fara fyrir dóm aftur,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélagið telji að enginn nema forstjórinn og yfirmaður hafnarsvæðisins megi ganga í störf hafnarverkamannanna. En ljóst sé að tvær manneskjur ráði ekki við svo flókna útskipun. „Aðrir stjórnendur eiga ekki að koma að þessari vinnu vegna þess að þá eru þeir að ganga inn í störf verkamanna hér við höfnina og það teljum við vera brot,“ segir formaðurinn.Er þetta til marks um hörkuna í þessari deilu? „Manni sýnist það miðað við hvernig menn eru að stilla þessu upp hér, að þá held ég að við getum farið aftur til Bandaríkjanna árið 1930 og séð svona svipaðar aðstæður,“ segir Kolbeinn. Samningafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag og lauk án niðurstöðu nítíu mínútum síðar. En eftir átökin í Straumsvíkurhöfn er staðan í viðræðunum síst betri. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir fyrirtækið bjóða sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið og halda fast í meginkröfu sína um aukna verktöku. „Á því máli, verktökumálinu, hefur öll þessi deila strandað, allan tímann. Þar erum við einungis að fara fram á sama rétt og öll önnur fyrirtæki hafa. Engin önnur fyrirtæki búa við neitt viðlíka hömlur og hvað þetta varðar. Þannig að okkar krafa er mjög sanngjörn og við bíðum eftir að menn séu til viðræðu um hana,“ segir Ólafur Teitur. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að fara verði aftur til Bandaríkjanna í kringum árið 1930 til að finna svipaðar aðstæður og nú ríki í álverinu í Straumsvík. Verkfallsverðir stoppuðu yfirmenn sem reyndu að skipa út áli í morgun í trássi við útflutningsbann. Útflutningsbann tók gildi í álverinu í Straumsvík á miðnætti úrskurð félagsdóms í gær um að sú aðgerð væri lögleg. Í morgun gengu síðan yfirmenn í álverinu í störf þeirra sem alla jafna skipa áli út frá fyrirtækinu. Um tuttugu yfirmenn hófu að flytja ál á hafnarbakkann og byrjuðu síðan að hífa það um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. „Það var búið að senda okkar hafnarverkamenn heim af því Ísal taldi að þeir væru í verkfalli. Sem ég tel kannski skrýtið vegna þess að það hefði verið hægt að nýta starfsmennina til annarra starfa. Vegna þess að dómurinn sem féll í gær er bara um útflutningsbann á áli. Annað er hægt að vinna við,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formðaur verkalýðsfélagsins Hlífar. Verkfallsverðir þráttuðu við yfirmennina og forseti Alþýðusambandsins ásamt lögmanni sambandsins mættu á svæðið til að leggja þeim lið. Að lokum létu yfirmennirnir undan.En hafið þið náð að stoppa þetta varanlega, eða þurfið þið að standa vaktina á meðan á útflutningsbanninu stendur? „Ég tel að við séum búin að stoppa þetta núna varanlega. Þetta verði þá bara okkar menn sem komi annarri vöru um borð í skipið. En það verður ekki skipað út áli þessa dagana fyrr en niðurstaða liggur þá fyrir. En ég reikna með að þetta verði jafnvel að fara fyrir dóm aftur,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélagið telji að enginn nema forstjórinn og yfirmaður hafnarsvæðisins megi ganga í störf hafnarverkamannanna. En ljóst sé að tvær manneskjur ráði ekki við svo flókna útskipun. „Aðrir stjórnendur eiga ekki að koma að þessari vinnu vegna þess að þá eru þeir að ganga inn í störf verkamanna hér við höfnina og það teljum við vera brot,“ segir formaðurinn.Er þetta til marks um hörkuna í þessari deilu? „Manni sýnist það miðað við hvernig menn eru að stilla þessu upp hér, að þá held ég að við getum farið aftur til Bandaríkjanna árið 1930 og séð svona svipaðar aðstæður,“ segir Kolbeinn. Samningafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag og lauk án niðurstöðu nítíu mínútum síðar. En eftir átökin í Straumsvíkurhöfn er staðan í viðræðunum síst betri. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir fyrirtækið bjóða sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið og halda fast í meginkröfu sína um aukna verktöku. „Á því máli, verktökumálinu, hefur öll þessi deila strandað, allan tímann. Þar erum við einungis að fara fram á sama rétt og öll önnur fyrirtæki hafa. Engin önnur fyrirtæki búa við neitt viðlíka hömlur og hvað þetta varðar. Þannig að okkar krafa er mjög sanngjörn og við bíðum eftir að menn séu til viðræðu um hana,“ segir Ólafur Teitur.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent