Enskan í forgrunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 12:12 Nýju upplýsingaskiltin á Keflavíkurflugvelli vísir Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira