Krybbur til manneldis og svartar hermannaflugur til fiskeldis Margrét Erla Maack skrifar 15. febrúar 2016 20:31 Fyrir stuttu voru skordýraorkustykkin Jungle bar innkölluð úr búðum en í þeim er prótein úr krybbum. Ísland í dag ræddi við Búa Bjarmar Aðalsteinsson hjá Crowbar, og Gylfa Ólafsson formann Skordýrasamtakanna, en hann er með þá flugu í höfðinu að nýta svörtu hermannafluguna til að búa til fóður til fiskeldis. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Sameiðuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að skoða annars konar prótein en dýraprótein til manneldis, en Jungle bar virðist ekki standast reglur EES um það sem nefnt er nýfæði. Jungle bar er komið á markað í Bandaríkjunum og gengur víst ágætlega. Vegna umfjöllunarinnar leitaði Ísland í dag til Matvælastofnunar og komu fram eftirfarandi svör um Jungle Bar: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók vöruna af markaði. Fyrirtækið sem flutti inn og dreifði Jungle Bar próteinstöngunum hafði ekki sótt um starfsleyfi og ekki er leyfilegt að markaðssetja vörur sem ætlaðar eru til manneldis án starfsleyfis. Þá er ekki heimilt að markaðssetja skordýr sem matvæli á EES-svæðinu nema búið sé að sækja um leyfi fyrir slíku samkvæmt reglugerð um nýfæði. Í dag hafa engar umsóknir um leyfi til markaðssetningar á skordýrum verið lagðar fram á Evrópska efnahagssvæðinu. Því hafa engin skordýr né afurðir úr skordýrum verið leyfð á grundvelli reglugerðarinnar. Niðurstaða Matvælastofnunar var að markaðssetning umræddrar próteinstangar væri ekki heimil samkvæmt íslenskri löggjöf. Belgía, Holland og Bretland hafa þó vegna orðalags reglugerðarinnar túlkað hana þannig að hún gildi ekki um markaðssetningu á heilum skordýrum. Jungle Bar inniheldur skordýraduft sem blandað er saman við matvæli. Því ætti slík túlkun aldrei við um vöruna. Nánari upplýsingar má finna með að smella hér. Reglurnar eru innleiðing á reglum Evrópusambandsins um nýfæði vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Þessum ákvæðum stendur ekki til að breyta. Enn nýrri útgáfa af reglugerðinni hefur verið innleidd í ESB og mun taka gildi árið 2018 og samkvæmt henni munu öll skordýr, heil eða unnin, falla undir reglugerð um nýfæði. Framleiðendur Jungle Bar munu áfram þurfa að sækja um leyfi fyrir markaðssetningunni. Hlutverk Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna er að framfylgja þeim reglum sem stjórnvöld setja á starfssviðum þeirra. Matvælastofnun hefur ekki gefið vilyrði fyrir markaðssetningu vörunnar hérlendis. Framleiðendur Jungle Bar á Íslandi voru upplýstir um fyrirhugaða innleiðingu á reglum um nýfæði og að markaðsetning vörunnar yrði ekki heimil samkvæmt þeim. Matvælastofnun hafði ekki aðkomu að styrkveitingu til fyrirtækjan Hvað varðar það sem Gylfi Ólafsson segir í umfjölluninni að skordýr slæðist stundum með í framleiðsluferli annara vara, vill Matvælastofnun að það komi fram að í Jungle Bar er það mjög skýrt að skordýr séu og eigi að vera hluti af vörunni og því þurfi hún að standast reglur um nýfæði. Tengdar fréttir Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Fyrir stuttu voru skordýraorkustykkin Jungle bar innkölluð úr búðum en í þeim er prótein úr krybbum. Ísland í dag ræddi við Búa Bjarmar Aðalsteinsson hjá Crowbar, og Gylfa Ólafsson formann Skordýrasamtakanna, en hann er með þá flugu í höfðinu að nýta svörtu hermannafluguna til að búa til fóður til fiskeldis. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Sameiðuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að skoða annars konar prótein en dýraprótein til manneldis, en Jungle bar virðist ekki standast reglur EES um það sem nefnt er nýfæði. Jungle bar er komið á markað í Bandaríkjunum og gengur víst ágætlega. Vegna umfjöllunarinnar leitaði Ísland í dag til Matvælastofnunar og komu fram eftirfarandi svör um Jungle Bar: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók vöruna af markaði. Fyrirtækið sem flutti inn og dreifði Jungle Bar próteinstöngunum hafði ekki sótt um starfsleyfi og ekki er leyfilegt að markaðssetja vörur sem ætlaðar eru til manneldis án starfsleyfis. Þá er ekki heimilt að markaðssetja skordýr sem matvæli á EES-svæðinu nema búið sé að sækja um leyfi fyrir slíku samkvæmt reglugerð um nýfæði. Í dag hafa engar umsóknir um leyfi til markaðssetningar á skordýrum verið lagðar fram á Evrópska efnahagssvæðinu. Því hafa engin skordýr né afurðir úr skordýrum verið leyfð á grundvelli reglugerðarinnar. Niðurstaða Matvælastofnunar var að markaðssetning umræddrar próteinstangar væri ekki heimil samkvæmt íslenskri löggjöf. Belgía, Holland og Bretland hafa þó vegna orðalags reglugerðarinnar túlkað hana þannig að hún gildi ekki um markaðssetningu á heilum skordýrum. Jungle Bar inniheldur skordýraduft sem blandað er saman við matvæli. Því ætti slík túlkun aldrei við um vöruna. Nánari upplýsingar má finna með að smella hér. Reglurnar eru innleiðing á reglum Evrópusambandsins um nýfæði vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Þessum ákvæðum stendur ekki til að breyta. Enn nýrri útgáfa af reglugerðinni hefur verið innleidd í ESB og mun taka gildi árið 2018 og samkvæmt henni munu öll skordýr, heil eða unnin, falla undir reglugerð um nýfæði. Framleiðendur Jungle Bar munu áfram þurfa að sækja um leyfi fyrir markaðssetningunni. Hlutverk Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna er að framfylgja þeim reglum sem stjórnvöld setja á starfssviðum þeirra. Matvælastofnun hefur ekki gefið vilyrði fyrir markaðssetningu vörunnar hérlendis. Framleiðendur Jungle Bar á Íslandi voru upplýstir um fyrirhugaða innleiðingu á reglum um nýfæði og að markaðsetning vörunnar yrði ekki heimil samkvæmt þeim. Matvælastofnun hafði ekki aðkomu að styrkveitingu til fyrirtækjan Hvað varðar það sem Gylfi Ólafsson segir í umfjölluninni að skordýr slæðist stundum með í framleiðsluferli annara vara, vill Matvælastofnun að það komi fram að í Jungle Bar er það mjög skýrt að skordýr séu og eigi að vera hluti af vörunni og því þurfi hún að standast reglur um nýfæði.
Tengdar fréttir Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56