Ótrúlegt og óhugnalegt atvik átti sér stað þegar tvö áhugamannalið áttust við í knattspyrnu í Argentínu á dögunum.
Leikurinn átti sér stað í borginni Cordoba en þegar að dómarinn Cesar Flores rak leikmann af velli brást hann við með því að fara inn í búningsklefa og sækja byssu.
Þegar hann sneri til baka inn á völlinn skaut hann hinn 48 ára Flores til bana með þremur skotum. Annar leikmaður, Walter Zarate, hlaut einnig skotsár en er ekki sagður í lífshættu.
„Við vitum ekki hvað gerðist með dómarann en leikmaðurinn var reiður, náði í byssuna sína og drap hann,“ sagði talsmaður lögreglunnar en enn sem komið er hefur lögreglan ekki haft hendur í hári morðingjans, sem hefur ekki verið nefndur á nafn.
Fékk rauða spjaldið og myrti dómarann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

Fleiri fréttir
