Getur Danny Drinkwater leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2016 09:14 Drinkwater er mikilvægur hlekkur í liði Leicester. vísir/getty Martin Samuel, pistlahöfundur hjá Daily Mail, segir að Danny Drinkwater, leikmaður Leicester City, geti leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni. Þótt Jamie Vardy og Riyad Mahrez hafi verið mest í sviðsljósinu í vetur hefur Drinkwater átti afbragðs gott tímabil og átt stóran þátt í frábæru en óvæntu gengi Leicester sem er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Drinkwater, sem er uppalinn hjá Manchester United, lék 16 leiki fyrir yngri landslið Englands á sínum tíma en hefur aldrei leikið fyrir A-landsliðið og líklega aldrei komið til greina í það. Þrátt fyrir þetta segir Samuel að Drinkwater geti hjálpað enska liðinu á EM í Frakklandi í sumar. Samuel segir að England eigi nóg af góðum skapandi miðjumönnum en fáa sem geti sinnt varnarhlutverkinu inni á miðjunni. „(Jack) Wilshere er alltaf meiddur, og þetta er hans hlutverk. (Fabian) Delph, Michael Carrick, Jordan Henderson, Jonjo Shelvey, Tom Cleverley og Ryan Mason eru ekki nógu góðir,“ skrifar Samuel og bætir við: „Þessir leikmenn myndu ekki komast í neitt af bestu liðunum á EM. Eric Dier stóð sig vel í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi í nóvember en það er erfitt að lesa of mikið í þann leik.“Klæðist Drinkwater enska landsliðsbúningnum á nýjan leik?vísir/gettyUmræddur Drinkwater hefur leikið 23 af 25 deildarleikjum Leicester á tímabilinu, skorað eitt mark og lagt upp fjögur. Samkvæmt tölfræðinni vinnur hann 2,8 tæklingar að meðaltali í leik og nær boltanum (e. interception) 1,4 sinnum að meðaltali í leik. „Hann hefur verið frábær á þessu tímabili,“ segir Samuel um Drinkwater og hrósar honum sérstaklega fyrir frammistöðuna í 1-3 sigrinum á Manchester City á Etihad á laugardaginn. Samuel segir Drinkwater búi yfir öllum þeim eiginleikum sem góður varnarsinnaður miðjumaður þurfi að búa yfir. „Hann er duglegur og kraftmikill og með gott stöðumat,“ segir Samuel sem hefur greinilega mikið álit á Drinkwater sem hefur verið í herbúðum Leicester frá 2012.Pistil Samuels má lesa í heild sinni með því að smella hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy búinn að skrifa undir nýjan samning við Leicester Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2019. 6. febrúar 2016 19:58 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Martin Samuel, pistlahöfundur hjá Daily Mail, segir að Danny Drinkwater, leikmaður Leicester City, geti leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni. Þótt Jamie Vardy og Riyad Mahrez hafi verið mest í sviðsljósinu í vetur hefur Drinkwater átti afbragðs gott tímabil og átt stóran þátt í frábæru en óvæntu gengi Leicester sem er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Drinkwater, sem er uppalinn hjá Manchester United, lék 16 leiki fyrir yngri landslið Englands á sínum tíma en hefur aldrei leikið fyrir A-landsliðið og líklega aldrei komið til greina í það. Þrátt fyrir þetta segir Samuel að Drinkwater geti hjálpað enska liðinu á EM í Frakklandi í sumar. Samuel segir að England eigi nóg af góðum skapandi miðjumönnum en fáa sem geti sinnt varnarhlutverkinu inni á miðjunni. „(Jack) Wilshere er alltaf meiddur, og þetta er hans hlutverk. (Fabian) Delph, Michael Carrick, Jordan Henderson, Jonjo Shelvey, Tom Cleverley og Ryan Mason eru ekki nógu góðir,“ skrifar Samuel og bætir við: „Þessir leikmenn myndu ekki komast í neitt af bestu liðunum á EM. Eric Dier stóð sig vel í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi í nóvember en það er erfitt að lesa of mikið í þann leik.“Klæðist Drinkwater enska landsliðsbúningnum á nýjan leik?vísir/gettyUmræddur Drinkwater hefur leikið 23 af 25 deildarleikjum Leicester á tímabilinu, skorað eitt mark og lagt upp fjögur. Samkvæmt tölfræðinni vinnur hann 2,8 tæklingar að meðaltali í leik og nær boltanum (e. interception) 1,4 sinnum að meðaltali í leik. „Hann hefur verið frábær á þessu tímabili,“ segir Samuel um Drinkwater og hrósar honum sérstaklega fyrir frammistöðuna í 1-3 sigrinum á Manchester City á Etihad á laugardaginn. Samuel segir Drinkwater búi yfir öllum þeim eiginleikum sem góður varnarsinnaður miðjumaður þurfi að búa yfir. „Hann er duglegur og kraftmikill og með gott stöðumat,“ segir Samuel sem hefur greinilega mikið álit á Drinkwater sem hefur verið í herbúðum Leicester frá 2012.Pistil Samuels má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy búinn að skrifa undir nýjan samning við Leicester Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2019. 6. febrúar 2016 19:58 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Vardy búinn að skrifa undir nýjan samning við Leicester Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2019. 6. febrúar 2016 19:58