Gengur ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 19:47 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar vegna þess að hún gangi með formannsembættið í maganum. Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir Sigríði Ingibjörgu og Helga Hjörvar þingflokksformann frjálst að leggja frumvarpið fram en það sé ekki í samræmi við stefnu flokksins um að fólk hafi val á lánaleiðum á meðan ekki sé tekinn upp annar gjaldmiðill.Er það ekki skynsamlegt?„Jú, en þetta er bara ekki raunverulegt val. Því meðan að lánveitendur hafa kost á að veita annars vegar lán þar sem lántaki tekur alla áhættu af verðbólgunni og hins vegar lán þar sem áhættunni er deilt, er auðvitað hvati til að ýta fólki inn í verðtryggðu lánin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Frumvarpið sé lagt fram af einlægni og ekki sem pólitískt klækjabragð gagnvart framsóknarmönnum sem boðað hafa afnám verðtryggingarinnar. „Ég trúi ekki öðru en að Framsóknarflokkurinn styðji þetta mál. Þetta var afdráttarlaust kosningaloforð. Ég hef meðal annars verið að bíða eftir því að þau leggðu fram frumvarp um þetta efni. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu um verðtrygginguna við forsætisráðherra í eitt ár sem hann hefur ekki orðið við. Og nú er hann farinn að varpa af sér pólitískri ábyrgð á málinu og farinn að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Sigríður Ingibjörg. Á landsfundi Samfylkingarinnar í mars í fyrra bauð Sigríður Ingibjörg sig óvænt fram gegn Árna Páli í embætti formanns flokksins og tapaði þeirri kosningu með aðeins einu atkvæði. Hún segir framlagningu frumvarpsins ekki hafa neitt með þá staðreynd að gera. „Þetta mál hefur verið mjög lengi í umræðu innan þingflokks Samfylkingarinnar og hefði í raun og veru verið komið fyrr fram ef ekki hefði verið fyrir andstöðu hans [Árna Páls]. Ég hefði talið að hann ætti að fagna því að við tökum þetta þetta stóra mál og fáum núna grundvallarumræðu um það. Það eru deildar meiningar um þetta í öllu samfélaginu,“ segir hún.Það liggur fyrir að það verður kosið um formann næsta haust. Ertu að hugsa þér til hreyfings aftur?„Ég geng ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43 Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar vegna þess að hún gangi með formannsembættið í maganum. Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir Sigríði Ingibjörgu og Helga Hjörvar þingflokksformann frjálst að leggja frumvarpið fram en það sé ekki í samræmi við stefnu flokksins um að fólk hafi val á lánaleiðum á meðan ekki sé tekinn upp annar gjaldmiðill.Er það ekki skynsamlegt?„Jú, en þetta er bara ekki raunverulegt val. Því meðan að lánveitendur hafa kost á að veita annars vegar lán þar sem lántaki tekur alla áhættu af verðbólgunni og hins vegar lán þar sem áhættunni er deilt, er auðvitað hvati til að ýta fólki inn í verðtryggðu lánin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Frumvarpið sé lagt fram af einlægni og ekki sem pólitískt klækjabragð gagnvart framsóknarmönnum sem boðað hafa afnám verðtryggingarinnar. „Ég trúi ekki öðru en að Framsóknarflokkurinn styðji þetta mál. Þetta var afdráttarlaust kosningaloforð. Ég hef meðal annars verið að bíða eftir því að þau leggðu fram frumvarp um þetta efni. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu um verðtrygginguna við forsætisráðherra í eitt ár sem hann hefur ekki orðið við. Og nú er hann farinn að varpa af sér pólitískri ábyrgð á málinu og farinn að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Sigríður Ingibjörg. Á landsfundi Samfylkingarinnar í mars í fyrra bauð Sigríður Ingibjörg sig óvænt fram gegn Árna Páli í embætti formanns flokksins og tapaði þeirri kosningu með aðeins einu atkvæði. Hún segir framlagningu frumvarpsins ekki hafa neitt með þá staðreynd að gera. „Þetta mál hefur verið mjög lengi í umræðu innan þingflokks Samfylkingarinnar og hefði í raun og veru verið komið fyrr fram ef ekki hefði verið fyrir andstöðu hans [Árna Páls]. Ég hefði talið að hann ætti að fagna því að við tökum þetta þetta stóra mál og fáum núna grundvallarumræðu um það. Það eru deildar meiningar um þetta í öllu samfélaginu,“ segir hún.Það liggur fyrir að það verður kosið um formann næsta haust. Ertu að hugsa þér til hreyfings aftur?„Ég geng ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43 Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34
Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28
Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43
Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11