Bílastyrkir upp á milljónir króna sem sóknarnefndir í Njarðvíkurprestakalli hafa greitt sóknarprestinum eru til skoðunar hjá kirkjuráði. Frá þessu greindi fréttastofa RÚV í kvöld.
Þar kom fram að styrkirnir hafi verið greiddir undanfarin ár en sóknarnefndum er óheimilt að styrkja það sem fellur undir embættiskostnað presta.
Í svari sóknarnefndanna þriggja til fyrirspurnar RÚV kemur fram að presturinn, séra Baldur Rafn Sigurðsson, fái greitt fyrir 800 kílómetra akstur á mánuði. Það er 88 þúsund króna greiðsla á mánuði.
Ríkisendurskoðun aðstoðar við skoðun kirkjuráðs en forræði málsins liggur hjá ráðinu en ekki ríkisendurskoðun.
