Innlent

Stormsveitarhjálmi stolið af einhverfum pilti

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
"Það eru kannski tveir svona hjálmar á landinu,“ segir móðir piltsins.
"Það eru kannski tveir svona hjálmar á landinu,“ segir móðir piltsins. Vísir/Pauline
Fjölskylda einhverfs pilts reyna nú að hafa uppi á Stormsveitarhjálmi sem stolið var af heimili þeirra í byrjun vikunnar eða um síðastliðna helgi. Búið er að tilkynna málið til lögreglunnar sem er með málið til skoðunar. 

Pauline McCarthy, móðir piltsins, segir að um sé að ræða nákvæma eftirlíkingu af einkennisbúningi Stormsveitarmanna úr Stjörnustríðsmyndunum sem sonur hennar hafi fengið í fermingargjöf þegar hann var fjórtán ára.

„Það eru kannski tveir svona hjálmar á landinu,“ segir hún.

Pilturinn geymdi hjálminn inni í svefnherberginu sínu undir teppi. „Þegar hann lyfti upp teppinu sá hann að hjálminum hafði verið stolið og í staðin var búið að koma fyrir ódýrri eftirlíkingu sem hann átti líka,“ segir hún. 

„Einhver hefur komið inn í húsið og sett þennan ódýra undir teppið til að hann sæi ekki að alvöru hjálmurinn væri horfinn.“

Pauline segir að þeim gruni að einhver Stjörnustríðsaðdáandi hafi tekið hjálminn, einhver sem hafi vitað af því hvar hann væri að finna. „Fyrst héldum við bara að þetta væri grín og við spurðum vini hins sonar míns og alla þá sem höfðu verið í húsinu en þetta voru ekki þeir,“ segir hún. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×