Byltingarkennd meðferð augnsjúkdóma Svavar Hávarðsson skrifar 27. janúar 2016 07:00 Að losna við að láta sprauta lyfi í augað á sér er eitthvað sem flestir myndu kjósa. mynd/oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað byltingarkennda tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma. Tæknin, sem er varin einkaleyfi, lýtur að því að nota augndropa í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans. Þá leysir tæknin einnig tvö stærstu vandamál hefðbundinna augndropa, en með tækninni má margfalda leysanleika lyfja og ná fram langverkandi áhrifum. Leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar er hafin. Guðrún M. Ásgrímsdóttir, rannsóknarstjóri hjá Oculis, segir að tæknin eigi rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, en hugvitið er prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. „Tæknin skapar verulega möguleika til lyfjaþróunar, sérstaklega fyrir sjúkdóma í afturhluta augans en einnig fyrir ýmsa algenga og erfiða sjúkdóma í framhluta augans,“ segir Guðrún. Fyrirtækið Oculis var stofnað um þessa tækni árið 2003. Grunnrannsóknir og dýratilraunir hafa að stærstum hluta farið farið fram í Reykjavík. Klínískar rannsóknir [rannsóknir í mönnum] hafa að mestu farið fram erlendis, m.a. í Japan, Ísrael og Danmörku. Fyrir það lyf sem lengst er komið í þróun hjá Oculis, DexNP, hafa rannsóknir sýnt fram á að bæta megi sjón og minnka bjúg í sjónhimnu augans með augndropunum einum saman. „Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á tveimur mismunandi sjúkdómum sem í dag eru að stærstum hluta meðhöndlaðir með lyfjum sem sprautað er inn í augað með sprautunál,“ segir Guðrún.Guðrún Marta ÁsgrímsdóttirMegináhersla Oculis er að fá DexNP samþykkt til meðferðar við sjónhimnubjúg í sykursýki. Lyfið er hins vegar líklegt til að þjóna sem meðferð við öðrum sjúkdómum, m.a. sem bólgueyðandi lyf eftir augasteinsskipti, uveitis (sjaldgæfur bólgusjúkdómur) og aldurstengdri hrörnun í augnbotnum. Oculis þróar jafnframt fleiri lyf til hliðar við DexNP til meðferðar á öðrum algengum augnsjúkdómum. Er þar m.a. um að ræða lyf við gláku, þurrum augum og augnsjúkdómi í sykursýki (diabetic retinopathy). Oculis tilkynnti um miðjan desember að í byrjun þessa árs hæfist leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar á DexNP augndropunum. Áætlaðar tekjur af DexNP eru verulegar verði lyfið markaðssett í Evrópu og Bandaríkjunum. Tvö lyf eru í dag ríkjandi á markaði fyrir sjónhimnusjúkdóma en samanlagðar tekjur þeirra nema í dag um sex milljörðum Bandaríkjadala á ári, þrátt fyrir að einungis lítill hluti sjúklinga sé í dag að fá meðferð. „Mikil þörf er fyrir einfaldari meðferðarúrræði við sjónhimnusjúkdómum, en sem dæmi má nefna að áætlað er að aðeins um tvær milljónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjónhimnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augnlæknum með sprautuaðstöðu,“ segir Guðrún.Oculis í hnotskurnOculis ehf. er fyrirtæki sem vinnur að þróun augnlyfja.Fyrirtækið vinnur með nanóagnir í augndropum sem auka frásog lyfja inn í augað. Þannig má bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum.Hægt er að meðhöndla sjónhimnusjúkdóma með augndropum þannig að sjúklingar þurfa ekki á augnástungum að halda.Þrír reyndir einstaklingar úr lyfjaiðnaði voru kosnir í stjórn félagins í júní síðastliðnum, þeir Dr. Joeseph Markoff, augnlæknir og fyrrum yfirmaður augndeildar Merck, Dr. K. George Mooney, fyrrrum forstöðumaður þróunareiningar Pfizer, og Dr. James D. Pipkin, núverandi forstöðumaður lyfjaþróunar hjá Ligand Pharmaceuticals.Þá tók Páll Ragnar Jóhannesson, fyrrum framkæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums, við sem framkvæmdastjóri félagsins í maí og Rene Ruckert, fyrrum yfirmaður augndeildar hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Bayer, tók við sem forstöðumaður vöruþróunar í ágúst.Ásamt þessu var vísindaráð félagsins sett formlega á stofn, en í því situr hópur leiðandi vísindamanna á sviði augnlækninga og lyfjaþróunar. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað byltingarkennda tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma. Tæknin, sem er varin einkaleyfi, lýtur að því að nota augndropa í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans. Þá leysir tæknin einnig tvö stærstu vandamál hefðbundinna augndropa, en með tækninni má margfalda leysanleika lyfja og ná fram langverkandi áhrifum. Leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar er hafin. Guðrún M. Ásgrímsdóttir, rannsóknarstjóri hjá Oculis, segir að tæknin eigi rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, en hugvitið er prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. „Tæknin skapar verulega möguleika til lyfjaþróunar, sérstaklega fyrir sjúkdóma í afturhluta augans en einnig fyrir ýmsa algenga og erfiða sjúkdóma í framhluta augans,“ segir Guðrún. Fyrirtækið Oculis var stofnað um þessa tækni árið 2003. Grunnrannsóknir og dýratilraunir hafa að stærstum hluta farið farið fram í Reykjavík. Klínískar rannsóknir [rannsóknir í mönnum] hafa að mestu farið fram erlendis, m.a. í Japan, Ísrael og Danmörku. Fyrir það lyf sem lengst er komið í þróun hjá Oculis, DexNP, hafa rannsóknir sýnt fram á að bæta megi sjón og minnka bjúg í sjónhimnu augans með augndropunum einum saman. „Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á tveimur mismunandi sjúkdómum sem í dag eru að stærstum hluta meðhöndlaðir með lyfjum sem sprautað er inn í augað með sprautunál,“ segir Guðrún.Guðrún Marta ÁsgrímsdóttirMegináhersla Oculis er að fá DexNP samþykkt til meðferðar við sjónhimnubjúg í sykursýki. Lyfið er hins vegar líklegt til að þjóna sem meðferð við öðrum sjúkdómum, m.a. sem bólgueyðandi lyf eftir augasteinsskipti, uveitis (sjaldgæfur bólgusjúkdómur) og aldurstengdri hrörnun í augnbotnum. Oculis þróar jafnframt fleiri lyf til hliðar við DexNP til meðferðar á öðrum algengum augnsjúkdómum. Er þar m.a. um að ræða lyf við gláku, þurrum augum og augnsjúkdómi í sykursýki (diabetic retinopathy). Oculis tilkynnti um miðjan desember að í byrjun þessa árs hæfist leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar á DexNP augndropunum. Áætlaðar tekjur af DexNP eru verulegar verði lyfið markaðssett í Evrópu og Bandaríkjunum. Tvö lyf eru í dag ríkjandi á markaði fyrir sjónhimnusjúkdóma en samanlagðar tekjur þeirra nema í dag um sex milljörðum Bandaríkjadala á ári, þrátt fyrir að einungis lítill hluti sjúklinga sé í dag að fá meðferð. „Mikil þörf er fyrir einfaldari meðferðarúrræði við sjónhimnusjúkdómum, en sem dæmi má nefna að áætlað er að aðeins um tvær milljónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjónhimnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augnlæknum með sprautuaðstöðu,“ segir Guðrún.Oculis í hnotskurnOculis ehf. er fyrirtæki sem vinnur að þróun augnlyfja.Fyrirtækið vinnur með nanóagnir í augndropum sem auka frásog lyfja inn í augað. Þannig má bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum.Hægt er að meðhöndla sjónhimnusjúkdóma með augndropum þannig að sjúklingar þurfa ekki á augnástungum að halda.Þrír reyndir einstaklingar úr lyfjaiðnaði voru kosnir í stjórn félagins í júní síðastliðnum, þeir Dr. Joeseph Markoff, augnlæknir og fyrrum yfirmaður augndeildar Merck, Dr. K. George Mooney, fyrrrum forstöðumaður þróunareiningar Pfizer, og Dr. James D. Pipkin, núverandi forstöðumaður lyfjaþróunar hjá Ligand Pharmaceuticals.Þá tók Páll Ragnar Jóhannesson, fyrrum framkæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums, við sem framkvæmdastjóri félagsins í maí og Rene Ruckert, fyrrum yfirmaður augndeildar hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Bayer, tók við sem forstöðumaður vöruþróunar í ágúst.Ásamt þessu var vísindaráð félagsins sett formlega á stofn, en í því situr hópur leiðandi vísindamanna á sviði augnlækninga og lyfjaþróunar.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira