Orðið vitni að konum húðskamma karlana sína fyrir þjófnað í IKEA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 13:44 Þórarinn Ævarsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Vísir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að allir geti gert mistök og farið út úr verslun með hluti sem það hafi gleymt að greiða fyrir. Það hafi hent hann sjálfan að átta sig á því að barnið hans hafði tekið lakkrís úr búð sem hann hefði ekki greitt fyrir. Hins vegar séu það þeir sem ætli af fullum ásetningi að stela úr búðinni sem lendi á bannlista hjá IKEA.Þórarinn ræddi málin í Brennslunni á FM 957 í morgun. „Ef fólk ætlar sér að stela hjá okkur þá fer það á listann,“ segir Þórarinn. DV greindi frá því í gær að 45 aðilar væru á bannlista hjá húsgagnaframleiðandanum hér á landi vegna þjófnaðar úr búðinni. Þórarinn segir að ekki sé um nytjastuld að ræða, þ.e. að fólk í neyð kaupi rúmföt til að geta búið um barnið sitt eða því um líkt. Hreinlega sé um viðskiptahugmynd að ræða þar sem hlutum sé stolið og reynt að koma aftur í verð.IKEA geitin bann í enn eitt skiptið fyrir síðustu jól.Skiptu út strikamerkjum Frægt er þegar par hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir tveimur árum vegna skipulegs þjófnaðar í fimm verslunarferðum í IKEA í september 2012. Um var að ræða speglaskápa, skatthol og skrifborð sem kostuðu alls um 270 þúsund krónur krónur. Hafði fólkið tekið strikamerki af mun ódýrari vöru, sett á skápana og þannig greitt mun lægra verð eða samanlagt rúmlega 17 þúsund krónur. Skiluðu þau svo vörunum og fengu inneignarnótu í staðinn. Þórarinn segir að gögn hafi ekki náð langt aftur í tímann og vel megi vera að umrætt fólk hafi stolið fleiri hlutum. Hann segir IKEA hafa gögn sem staðfesti að þjófnaðurinn hafi numið í kringum sjö til átta milljónir króna.Þórarinn segir þjófa vafalítið geta komist í verslunina í dulargervi. Sum dulargervin myndu þó líklega lítið hjálpa við þjófnað.mynd/fréttastofaKonur í meirihluta Aðspurður segir Þórarinn erfitt að segja hvort konur eða karlar séu líklegri til að stela úr búðinni. Undanfarið hafi konur verið í miklum meirihluta en þar áður karlar. Um eftirlitið segir hann að öryggisverðir þekki þá sem eru á bannlista í sjón. Ekki sé þó um öflugra eftirlit að ræða en svo að ef menn láta sér vaxa alskegg, setja á sig sólgleraugu eða derhúfu þá gætu þeir farið inn í búðina. Stundum hafi þessir menn þó mætt í búðina með konu og barn og verið hent út öfugum. „Þá höfum við fylgst með því þegar konurnar rífa af þeim rassgatið fyrir framan búðina,“ segir Þórarinn. Það bendi til þess að þær hafi ekki haft hugmynd af þjófnaði maka síns.Þórarinn segir sömu aðila stunda þjófnað í Kringlunni og Smáralind.Vísir/AlbertGeta komist af listanum Að sögn Þórarins er engin samvinna á milli landa þegar kemur að bannlistunum. Refsingin sé örugglega harðari til dæmis í Sádí-Arabíu þar sem hendur séu höggnar af þjófum og svo vægari eins og í Svíþjóð. Óumdeilt er að hans mati að þjófnaðurinn endi alltaf í formi hærra vöruverðs. Öryggiseftirlit IKEA, mannskapur og myndavélar, kosti líklega tugi milljóna á ári. Þórarinn segir vel koma til greina að fjarlægja fólk af listanum. Það hafi sannað sig í tilfelli manns sem gerði sér ferð á skrifstofu IKEA í Garðabæ, baðst afsökunar og greiddi skuld sína. Sá hafði verið í neyslu en var kominn á betri stað í lífinu. „En svo erum við með aðila sem hafa stolið af okkur í tugum tilfella og við vitum að þeir eru líka að stela í Smáralind og Kringlunni,“ segir Þórarinn. Þessir aðilar eigi ekki afturkvæmt í IKEA að hans mati. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Hagnaður IKEA á Íslandi nær tvöfaldast Laun framkvæmdastjóra IKEA hækkuðu um 900 þúsund krónur á mánuði. 15. janúar 2016 11:05 Ikea í Svíþjóð hættir áfengissölu: Framkvæmdastjórinn á Íslandi á ekki von á breytingum „Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“ 26. ágúst 2015 23:19 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Fátt því til fyrirstöðu að IKEA-hús geti risið á Íslandi Það er þó ekki á dagskránni að sögn framkvæmdastjóra Bo Klok. 4. nóvember 2015 13:15 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að allir geti gert mistök og farið út úr verslun með hluti sem það hafi gleymt að greiða fyrir. Það hafi hent hann sjálfan að átta sig á því að barnið hans hafði tekið lakkrís úr búð sem hann hefði ekki greitt fyrir. Hins vegar séu það þeir sem ætli af fullum ásetningi að stela úr búðinni sem lendi á bannlista hjá IKEA.Þórarinn ræddi málin í Brennslunni á FM 957 í morgun. „Ef fólk ætlar sér að stela hjá okkur þá fer það á listann,“ segir Þórarinn. DV greindi frá því í gær að 45 aðilar væru á bannlista hjá húsgagnaframleiðandanum hér á landi vegna þjófnaðar úr búðinni. Þórarinn segir að ekki sé um nytjastuld að ræða, þ.e. að fólk í neyð kaupi rúmföt til að geta búið um barnið sitt eða því um líkt. Hreinlega sé um viðskiptahugmynd að ræða þar sem hlutum sé stolið og reynt að koma aftur í verð.IKEA geitin bann í enn eitt skiptið fyrir síðustu jól.Skiptu út strikamerkjum Frægt er þegar par hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir tveimur árum vegna skipulegs þjófnaðar í fimm verslunarferðum í IKEA í september 2012. Um var að ræða speglaskápa, skatthol og skrifborð sem kostuðu alls um 270 þúsund krónur krónur. Hafði fólkið tekið strikamerki af mun ódýrari vöru, sett á skápana og þannig greitt mun lægra verð eða samanlagt rúmlega 17 þúsund krónur. Skiluðu þau svo vörunum og fengu inneignarnótu í staðinn. Þórarinn segir að gögn hafi ekki náð langt aftur í tímann og vel megi vera að umrætt fólk hafi stolið fleiri hlutum. Hann segir IKEA hafa gögn sem staðfesti að þjófnaðurinn hafi numið í kringum sjö til átta milljónir króna.Þórarinn segir þjófa vafalítið geta komist í verslunina í dulargervi. Sum dulargervin myndu þó líklega lítið hjálpa við þjófnað.mynd/fréttastofaKonur í meirihluta Aðspurður segir Þórarinn erfitt að segja hvort konur eða karlar séu líklegri til að stela úr búðinni. Undanfarið hafi konur verið í miklum meirihluta en þar áður karlar. Um eftirlitið segir hann að öryggisverðir þekki þá sem eru á bannlista í sjón. Ekki sé þó um öflugra eftirlit að ræða en svo að ef menn láta sér vaxa alskegg, setja á sig sólgleraugu eða derhúfu þá gætu þeir farið inn í búðina. Stundum hafi þessir menn þó mætt í búðina með konu og barn og verið hent út öfugum. „Þá höfum við fylgst með því þegar konurnar rífa af þeim rassgatið fyrir framan búðina,“ segir Þórarinn. Það bendi til þess að þær hafi ekki haft hugmynd af þjófnaði maka síns.Þórarinn segir sömu aðila stunda þjófnað í Kringlunni og Smáralind.Vísir/AlbertGeta komist af listanum Að sögn Þórarins er engin samvinna á milli landa þegar kemur að bannlistunum. Refsingin sé örugglega harðari til dæmis í Sádí-Arabíu þar sem hendur séu höggnar af þjófum og svo vægari eins og í Svíþjóð. Óumdeilt er að hans mati að þjófnaðurinn endi alltaf í formi hærra vöruverðs. Öryggiseftirlit IKEA, mannskapur og myndavélar, kosti líklega tugi milljóna á ári. Þórarinn segir vel koma til greina að fjarlægja fólk af listanum. Það hafi sannað sig í tilfelli manns sem gerði sér ferð á skrifstofu IKEA í Garðabæ, baðst afsökunar og greiddi skuld sína. Sá hafði verið í neyslu en var kominn á betri stað í lífinu. „En svo erum við með aðila sem hafa stolið af okkur í tugum tilfella og við vitum að þeir eru líka að stela í Smáralind og Kringlunni,“ segir Þórarinn. Þessir aðilar eigi ekki afturkvæmt í IKEA að hans mati. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Hagnaður IKEA á Íslandi nær tvöfaldast Laun framkvæmdastjóra IKEA hækkuðu um 900 þúsund krónur á mánuði. 15. janúar 2016 11:05 Ikea í Svíþjóð hættir áfengissölu: Framkvæmdastjórinn á Íslandi á ekki von á breytingum „Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“ 26. ágúst 2015 23:19 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Fátt því til fyrirstöðu að IKEA-hús geti risið á Íslandi Það er þó ekki á dagskránni að sögn framkvæmdastjóra Bo Klok. 4. nóvember 2015 13:15 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hagnaður IKEA á Íslandi nær tvöfaldast Laun framkvæmdastjóra IKEA hækkuðu um 900 þúsund krónur á mánuði. 15. janúar 2016 11:05
Ikea í Svíþjóð hættir áfengissölu: Framkvæmdastjórinn á Íslandi á ekki von á breytingum „Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“ 26. ágúst 2015 23:19
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26
Fátt því til fyrirstöðu að IKEA-hús geti risið á Íslandi Það er þó ekki á dagskránni að sögn framkvæmdastjóra Bo Klok. 4. nóvember 2015 13:15